Börn/Unglingar / Spurt og svarađ

Ađ hjálpa bróđur mínum


Spurning:

Hvernig get ég hjálpað til við að efla sjálfstraust bróður míns ? Litli bróðir minn er 10 ára, og er með mjög lítið sjálfstraust. Hann er örlítið of þungur og það þarf ekki mikið til að brjóta hann niður í sambandi við það. Er eitthvað sem ég get gert til að hjálpa honum, því hann gerir sér ekki alveg grein fyrir þessu öllu saman ?


Svar:

Sæl/l,

Það er mjög flott hjá þér að vilja hjálpa litla bróður þínum svona og lofar strax góðu fyrir hann.  Hjá litlum börnum sem líður illa eða eiga erfitt einhverra hluta vegna er mikilvægt að byrja á því að skoða hvaða þættir eru að láta þeim líða illa.  Ef bróðir þinn er viðkvæmur vegna þyngdar sinnar getur verið að hann sé að verða fyrir aðkasti í skóla eða utan hans.  Ef hann er að verða fyrir aðkasti í skóla er nauðsynlegt að athuga hvort þar séu einhver úrræði til staðar til að takast á við það.  

Utan skólans er mikilvægt að eyða tíma saman og gera hluti sem fjölskylda.  Nú til dags eyða krakkar oft mjög miklum tíma ein fyrir framan skjái og gera lítið eða ekkert með jafnöldrum sínum eða fjölskyldu.  Þetta gerir það að verkum að börnin öðlast oft ekki þá færni sem þau þurfa á að halda til að takast á við erfiðleika í samskiptum.Einfaldir hlutir eins og að fara saman út í snjókast eða á róló, fara saman í bíó og spjalla saman geta gert ótrúlega hluti fyrir sjálfsmyndina.

Vonandi svaraði þetta spurningunni þinni.  Endilega hafðu samband ef þú hefur einhverjar fleiri spurningar.

Gangi þér vel,
Eyjólfur Örn Jónsson
Sálfræðingur

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.