Sambönd / Spurt og svarađ

Pabbi treystir mér ekki !


Spurning:

Hæ, eitt vandamál hér, pabbi minn er mjög strangur, og ég þarf ráð um að mýkja hann aðeins, ég má ekki eiga strákavini, eða jú en ekki vera með þeim þegar pabbi er ekki heima, ég má ekki eiga kærasta, hann labbaði inn á mig í gær þegar ég var að kyssa vin minn, sem ég er mjög hrifin af. Ég er einkabarn, hann hefur alltaf verið mjög overprotected, mamma mín býr langt í burtu, foreldrar mínir tala aldrei saman, ég bý bara hjá pabba. Kannski þetta hjálpaði, en ég þarf hjálp. Hann heldur að ég fari að stunda kynlíf strax, og ég er ekki að fara gera það, ég hef sagt honum það en hann segist bara ekki treysta mér lengur, ég skil hversu óþæginlegt það hlítur að vera að labba inní herberginu hennar dóttur sinnar þegar hún liggur i rúmminu með strák, og þau eru að kyssast. Hann varð mjög pirraður og reiður. Ég er 15 ára ef það hjálpar.


Svar:

Sæl

 

Það er eflaust rétt hjá þér að faðir þinn er á varðbergi með samskipti þín við hitt kynið. Það að hann verður reiður og pirraður er eflaust merki um að hann er ekki sáttur við að strákar séu of mikið í kringum þig. Ég mæli með því að þú talir við bæði móður þína og föður um þessi mál og heyrir hjá þeim hvað þau eru að hugsa og hvort þau séu hrædd og við hvað þá?

 

Það getur vissulega verið erfitt að byrja svona samræður en það er þó eina leiðin sem ég sé að er fær hérna. Spurðu föður þinn af hverju hann treystir þér ekki ? Eða treystir hann ekki strákunum ? Haltu endilega áfram að tala við hann um þetta mál og fáðu hann til að gefa þér meiri ástæður fyrir afstöðu sinni.

Gangi þér vel

Páll Einarsson

Sálmeðferðarfræðingur

Persona.is

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.