Tilfinningar / Spurt og svarađ

Óryggi og höfnun


Spurning:

Ég er 17 ára stelpa og ég held að það sé eitthvað mikið að mér. Ég á góða fjölskyldu og vini og yndislegann kærasta, en samt finnst mér stundum eins og ég sé alein í heiminum. Pabbi minn er á þunglyndislyfjum, og hann getur verið mjög slæmur án þeirra. Það þarf mjög lítið til að brjóta mig, og ég skil ekki af hverju? Það þarf ekki annað en að vinur ljúgi að mér eða svíkji mig, það þarf ekki að vera mikið, þá brotna ég niður og finnst eins og þeim sé skítsama um mig, að ég sé ekkert, ekkert sem ég geri þjóni neinum tilgangi því öllum er sama hvort eð er. Kærastinn minn talar stundum um það að hann tali við sínar fyrrverandi á msn. Þegar hann segir mér frá því þá líður mér hræðilega, eins og honum sé bara sama að mér líði illa út af þessu, og skil ekki af hverju hann vill særa mig? Samt veit ég að hann elskar mig. Ég veit ekki hvað ég á að gera, er ég bara svona hrikalega viðkvæm eða er eitthvað meira að? Vinir mínir og fjölskylda hafa verið mér góð, það er í raun ekkert að í lífi mínu, af hverju get ég ekki verið hamingjusöm?


Svar:

Sæl
Það er greinilegt að þú þarft lítið til að upplifa höfnun og að þú sért eitthvað óörugg með sjálfa þig. Eitt er víst og það er að það er ástæða fyrir því hver svo sem hún er. Nú er bara að leggjast í sjálfsrannsókn. Oft þegar við erum viðkvæm fyrir höfnun þá er það oft vegna þess að við höfum upplifað höfnun þegar við vorum yngri.
Það að kærasti þinn er að tala við sína fyrverandi þarf alltaf að vera upp á borði þannig að ekkert sé falið. Æskilegt er samt að hann taki tillit til þess að þetta er þér erfitt og að hann hafi skilning á því. Reyndu að skoða líka hvort þú ert með mikið að hugsunum sem snúa að því að þú sért ekki nógu góð og að aðrir séu betri en þú. Þannig hugsanir skapa oft mikið þunglyndi og óöryggi.  

Gangi þér vel

Páll Einarsson
Sálmeðferðarfræðingur
Persona.is

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.