Kvíđi / Spurt og svarađ

Nag í kjölfar breytinga


Spurning:

Sæl.Ég er einstæð með 6 ára stelpu. Ég hef tekið eftir þvi að hún er nýlega byrjuð á því að naga ermarnar (neðarlega) á peysunum sínum. Hún hefur þegar skemmt tvær peysur og kjól með nagi. Ein peysan er í henglum neðst á erminni. Það hafa orðið breytingar á hag hennar föðurmegin, fjölskyldumynstrið flækst aðeins. Það gerðist á ansi skömmum tíma. Ég veit ekki hvort að sú breyting hefur eitthvað með þetta að segja. Hún hefur aldrei gert þetta og svo skammast hún sín svo hræðilega fyrir þetta, en virðist ekki geta stjórnað þessu. Hvers vegna gæti hún verið að byrja á þessu núna? Stress, vanlíðan? Hún gerði þetta aldrei þegar hún var yngri. Með fyrirfram þökk. Kær kveðja áhyggjufull mamma


Svar:

Sæl

Það getur alveg verið að nagið tengist stressi eða kvíða, sérstaklega þar sem þú telur að þetta hafi byrjað eða ágerst í kjölfari breytinga hjá henni.  Oft verður þessi hegðun róandi fyrir barnið en leiðir á sama tíma til að hegðunin ágerist og dregur ekki úr langtíma kvíða. Það má eiginlega segja að það getur oft verið tilviljun háð hvað börn og fullorðnir líka gera til að draga úr kvíða.  Þetta getur stundum byrjað fyrir tilviljun en ef hegðunin slær á kvíðan er auknir líkur á að hegðunin haldi áfram.  Mikilvægt er að styðja barnið í þessum breytingum og hjálpa henni að tala.  Það getur verið gott að setja upp einhverskonar umbunarkerfi við að naga ekki fötin en hinsvegar líka mikilvægt að draga úr skömminni svo hægt sé að hjálpa henni þegar hún virðist ætla að byrja.

gangy ykkur vel

Björn Harðarson

sálfræðingur

 

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.