Sjálfstraust / Spurt og svarađ

Ţyngdartap og heilsurćkt


Spurning:

Ég er 19 ára stelpa sem hef alltaf verid svolítid yfir medalvikt og eg er ordin allveg hundleid á tví ad vera med tessi aukakíló á mér! ég vil helst ekki sjá myndir af mér eda hvad tá annad tessháttar..en ég slepp líklega ekki vid tad aftví ad ég er í tannig bransa, ef svo má segja! ég er bara ad spá í tví hvernig ég get losnad vid tau... kannski er tad líka aftví ad ég er nyhaett ad reykja! en ég vil vita hvad er best ad borda ef ad madur vill losna vid fitu, tá helst af maganum og í andliti! ég reyni ad fara út ad hlaupa og gera magaaefingar og armbeigjur.... og er haett ad borda nammi! en ég er bara svona rét ad byrja og tad vaeri gott ad fá smá rád vid hvad er best! er gott ad reyna ad borda bara sallat og svoleidis?? takk!


Svar:

Sæl!

Nú til dags er þyngd skyndilega orðið eitt mikilvægasta málefnið sem við tökumst á við.  Mikið af átrúnaðargoðum fyrri tíma myndu í dag teljast of þung og spurning hvort þau næðu sama árangri.  Það er mikilvægt að hafa í huga nú til dags að þó að fjölmiðlar sýni grannan vöxt sem æskilegan þá er hann ekki allt.  Í dag virðist vera sem að öfgarnar ráði, annað hvort erum við umlukin myndum af allt of horuðu fólki eða sjáum myndir af fólki sem er allt of þungt.  Okkur hættir því til að tengja þyngd við fegurð og gleymum að taka tillit til annarra þátta.  Það að vera eins og spýta er ekki aðalmálið heldur að líða vel með sjálfum sér og vera ánægð með lífið. 

Það er að sjálfsögðu jákvætt og hollt að vera í kjörþyngd og mikilvægt að reyna að lifa sem heilbrigðustu lífi en það er þá mikilvægt að það sé gert af þeirri ástæðu, en ekki til þess að verða eitthvað annað.  Ef að þú ert óánægð með eitthvað í lífinu eins og þyngdina þá er að sjálfsögðu sniðugt að gera eitthvað í því.  Þú verður þó að hafa hugfast að megrun virkar yfirleitt ekki og virkar ekki til þess að bæta líðan þína.  Það er mikilvægt að hreyfa sig vegna þess að það er hollt fyrir líkamann og getur losað um streitu, og oft getur hreyfingin sjálf orðið til þess að þú verður ánægðari með sjálfa þig. 

Eitt það mikilvægasta varðandi hreyfingu er að gera hana að lífsstíl því annars er hætta á að maður hætti eftir smá tíma og að þá fari allt í sama farið.  Til að þú getir gert hreyfingu að lífsstíl er mikilvægt að velja hreyfingu sem þér finnst skemmtileg og gjarnan fleiri en eina, því að rannsóknir hafa sýnt að ef maður hreyfir sig á fjölbreyttan hátt (gengur suma daga, hleypur eða syndir aðra og jafnvel gerir jóga) þá er líkaminn stöðugt að reyna á sig á fjölbreyttan hátt og viðheldur þannig hámarks brennslu.  Öll hreyfing er góð, hvort sem það er dans, fjallganga eða annað. 

Vertu einnig þolinmóð gagnvart þyngdartapinu, ekki horfa á vigtina því að hún segir þér ekkert.  Settu þér hófleg markmið og mundu að þar sem hreyfingin á að verða lífsstíll er þyngdartap ekki markmið í sjálfu sér.  Það er miklu meira en nóg að hætta nammiáti þó að þú farir ekki líka að borða bara sallat, því þá springurðu.  Það sem ég myndi ráðleggja þér er að borða oft á dag litlar máltíðir í senn og borða mikið af grænmeti með matnum og einnig borða/drekka ávexti á milli mála.  Ef líkaminn fær nóg að borða (án þess þó að sprengja sig) þá er hann í stöðugri brennslu.  Hættan sem fylgir megrunarkúrum er að líkaminn svelti og fari að halda í fituforðann eða að fólk breyti svo mikið um matarræði að það heldur það ekki út.  Hér gildir að breyta lífsmynstrinu algjörlega.  Vertu þolinmóð og haltu áfram að hreyfa þig, þá finnur þú árangurinn á öllum sviðum lífsins og mundu að því lengur sem það tekur kílóin að fara því betra er það því þá eiga þau erfiðara með að koma aftur.

Vonandi svaraði þetta spurningunni þinni en ekki hika við að hafa samband ef þú hefur fleiri spurningar.

Kær kveðja,
Eyjólfur Örn
Sálfræðingur

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.