Fíkn / Spurt og svarađ

Tölvuleikjanotkun !


Spurning:

Sæll Páll! Mér var bent á að spyrja þig. Ég starfa sem námsráðgjafi í grunnskóla og til mín leita bæði nemendur og foreldrar. Ég hef unnið með unglinga sem hafa ánetjast tölvuleikjum og reynt í samstarfi með foreldrum að hjálpa þeim. Núna leita til mín foreldrar 6 ára drengs. Að honum standa alkóhlistar beggja vegna og foreldrar hafa áhgyggjur af hegðun hans þegar á að stoppa hann af með tölvuleiki. Móðir vill setja mörk en hefur ekki nein viðmið um hvað sé eðlilegt þegar börnin eru svona ung. Er í lagi að fara daglega í tölvuleik þegar maður er 6 ára, og hversu lengi er í lagi að 6 ára barn sé í tölvuleik í einu.Hann verður ofsalega reiður þegar hann á að hætta og hefur í hótunum, jafnvel um að drepa sjálfan sig. Foreldrar eru í vafa um hvernig þau eiga að taka á þessu máli. Svipað vandamál hefur ekki komið að mínu borði fyrr með svona ungt barn svo þess vegna leita ég til þín sem hefur meiri yfirsýn. bestu kveðjur Elín


Svar:

Sæl Elín

Ég tel að þetta sé mál sem sé rétt að vinna með hjálp sálfræðings þar sem bæði barnið er ungt og foreldrar þyrftu örugglega stuðning og aðstoð með að setja barninu mörk. Það er erfitt að segja hvað er eðlilegt þegar kemur að  dvöl barna í tölvuleik. Það þarf að skoða hvaða áhrif tölvunotkun er af hafa á aðra þætti í lífi barnsins. Ég mæli eindregið með honum Eyjólfi Erni Jónssyni hérna á persona.is en hann er mjög vel að sér um þessi mál.

Vona að þetta hjálpi eitthvað

Kveðja

Páll Einarsson
Persona.is

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.