Sjálfstraust / Spurt og svarađ

Makinn talar niđur til mín !


Spurning:

MÉR ER MISBOÐIÐ VEGNA FJÖLSKYLDU MAKA MÍNS OG HVERNIG HANN ER EINNIG VIÐ MIG ! mér finst ég vera að upplifa stöðuga gagnrýni frá fjölskyldu maka míns það er sama hvað ég geri ef það er gott þá er er ekki talað um það en þau eru alltaf til i að ræða leiðinleg málefni og ef þau tala við mig þá er það yfirleitt alltaf á neikvæðum nótum og með gagnrýnum huga þau hunsa mann inn á milli ef við gerum eitthvað sem þeim mislíkar og skifta sér af öllu sem við gerum og virðast alltaf vera tilbúin til að gagnrýna okkur og allt hjá okkur þau sýna alldrey áhuga fyrir því góða sem maður er að gera og ef manni gengur vel i einhverju þá er ekki talað um það og manni er alldrey hrósað fyrir neitt , ég var fyrst alltaf voða jákvæð en núna þá er ég orðin þögul og líð illa í kringum þetta fólk og vill helst ekki hitta það og kem mér orðið undan því eins og ég get ! mér finst ég vera kúguð af þeirra framkomu og ef þeim hentar þá eru þau dónaleg i framkomu til manns en ef ég er ekki jákvæð þá er spurt hvað sé að angra mig afhverju ég sé svona uppstökk og þá er það aðalega ef ég er að standa á mínu sem þeim finst ég uppstökk, þau tala aldrey við mann öðruvísi nema hafa gagnrýnar skoðanir á öllu sem maður segir og ef þau koma illa fram þá segja þau ekki fyrirgefðu við mann og ég get bara ekki lengur horft framhjá þessari hegðun og brosað þetta hefur slæm áhrif á sambandið því það er stöðug spenna ó loftinu ,því maki minn er að þyggja boð til þeirra en ég vil ekki fara og mér finst hann svíkja mig með því að mæta til þeirra og fara með þeim hitt og þetta þó þau komi illa fram , mér finst hann vera að segja að þeirra framkoma sé i lægi með þvi að segja ekkert og vera i samskiftum við þau hann segir alldrey neitt við þau þó hann sjái þau koma illa fram við mig !! og svo er hann sjálfur lika að koma illa fram við mig ! það er sama hvað ég segi við hann ef það er eitthvað sem mér mislíkar i hans fari eða er ósátt við þá tekur hann því alltaf illa og ræðst að mér með leiðindum ég get ekki orðið sagt mínar skoðanir á einhverju um okkar samband þá er ég að setja út á hann eða gagnrýna hann eða ósanngjörn ! mér líður orðið þannig að það er best að þegja því þá er friður og sætta mig við allt. því ef ég er ekki sátt þá eru leiðindi ef ég tala um að ég vilji fá stuðning frá honum um eitthvað sem ég er að díla við eins og t,d, matarfíkn þá er ég bara auli að geta ekki hætt að borða og sjálfselsk að vilja að hann sitji heima með mér því ég treysti mér ekki til að fara eitthvað á mannamót t,d vegna vanlíðans hjá mér vegna útlits . það virðist vera sama hvað mér líður illa ég á bara að íta því til hliðar til að geta mætt með honum allt sem hann vill fara ! mér finnst ég vera orðin það óörugg með mig í kringum fólk að ég bulla bara þegar ég hitti það og er ekki lengur ég sjálf ég er farin að haga mér eins og niðurbrotin álfur og er með svo lélegt sjálstraust að það hálfa væri nóg ! ég sem var alltaf þannig að ég átti auðvelt með að tjá mig og var svo hress og fólk hlustaði á mig en núna finst mér sama hvað ég segi það er annaðhvort ekki sýndur áhugi fyrir því sem ég segi eða gagnrýnd og svona yfir höfuð þá finst mér eins og allt sem ég geri sé ekkert merkilegt lengur og upplifi mig sem niðurbrotna manneskju stamandi og ósátta við mig vegna útlits og allt. mér leið alltaf svo vel þegar fólk sýndi mér áhuga og spurði mig ráða vegna alls sem ég veit og kann en í dag þá er ég búin að vera að upplifa það frá honum og hans fjölskyldu að það sem ég kann er ekkert sýnt áhuga og samt gæti ég vel aðstoðað þau með margt á mínu sviði en þau myndu alldrey spyrja mig ráða mér finnst ég ekkert njóta mín með þessu fólki ... hvað get ég get ? ég elska þennan mann og vil að sambandið gangi en mér líður bara orðið svo illa og finst ég vera kúguð og bæld upp full af niðurbældri reiði vegna þess að ég hef sætt mig við slæma framkomu en ekkert sagt ! ég tek það fram að þau eiga öll sínu góðu hliðar lika en hitt er bara of mikið fyrir niðurbrotna manneskju með ekkert sjálfstraust eins og mig til að geta litið framhjá því . er rétt hja mér að sleppa allri umgengni við svona fólk meðan ég byggi mig upp eða ?? og ef mér líður ekki vel með mig á ég samt að mæta á mannamót með maka þó mér finnist ég ekki treysta mér i það og líður alltaf bara verr eftirá ? mér líður iens og ég sé að springa af bældri reiði og áhugaleysi á mér og mínu .kv. EIN í tómu tjóni


Svar:

Sæl
Það er ekki að sjá annað en að þér líði mjög illa og að þú eigir undir högg að sækja í sambandinu. Hér skiptir máli að standa með þér og að sæta þig ekki við að vera sett niður. Gagnvart maka þínum þarft þú að skoða vel hvað gerir það að verkum að þú elskar hann. Elskarðu hann af því að hann er svo blíður og góður eða af því að hann er alltaf að hafna þér með því að setja þig niður. Áttu sögu af því að vera í samböndum þar sem er vaðið er yfir þig eða þér sýnd lítisvirðing? Hrífst þú af mönnum sem setja þig niður og gera lítið úr þér? Þetta er mikilvægt að skoða. Hvað myndi gerast ef þú stæðir með þér og segðir manninum þínum að þú værir ekki sátt við hvernig hann talaði við þig? Myndi hann verða fúll eða mundi hann hlusta á þig? Ber maðurinn þinn hag þinn fyrir brjósti eða ertu bara ruslafata fyrir pirringinn hans þegar það á við ? Ég hvet þig að skoða þetta og ég held að þú þurfir að passa þig á að fegra ekki hlutina, heldur að sjá þá bara eins og þeir eru.
Það hljómar eins og fjölskyldan mannsins þíns noti sama samskipta munstur og hann. En og aftur þarft þú að spyrja þig hvað myndi gerast ef þú stæðir með þér gagnvart fjölskyldu mannsins þíns og segðir hvað þú værir að upplifa? Mig grunar að einhverstaðar sértu að kaupa það að það sé nú góð ástæða fyrir að fólk tali svona til þín. Allavegana er það svo með marga sem eru í samböndum þar sem andlegt ofbeldi er til staðar. Á enda dagsins þá á enginn það skilið að það sé talað niður til hans. Það er einungis merki um andlegt ofbeldi og á ekki að líðast.
Þú þarft að gera það upp við þig hvort þú ætlir að sætta þig við þetta eða krefjast þess að maðurinn þinn fari aða tala við þig á þann hátt sem þér líður vel með. Stattu með þér og mund að það þarf mikið meira en ást til að samband gangi upp. Grunar mig að þú sért meira í sársaukasambandi við manninn þinn heldur en ástarsambandi og að þú ruglir þessu saman.  En ég skil reiði þína vel. Það er eðlileg tilfinning að fá þegar okkur er mætt á þann hátt sem þú lýsir.
 
Vona að þetta hjálpi eitthvað
Kveðja
Páll Einarsson
Psychotherapist MSc
Persona.is

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.