Ţunglyndi / Spurt og svarađ

Úlfaldi úr mýflugu ?


Spurning:

Góðan daginn. Ég er 45 ára gömul, háskólamenntuð, í fullu starfi, gift og á fjögur börn á aldrinum 10 til 25 ára. Ég skrifa ykkur af því að ég er að gefast upp á því að gera ekkert í mínum málum, og því að ræða aldrei líðan mína eða vandamál við neinn. Ég hef átt við ýmis vandamál að stríða í gegnum tíðina, í æsku mikið einelti (alin upp í sveit, gekk í heimavistarskóla), lágt sjálfsmat og sjálfstraust o.fl. Hef alltaf ýtt öllu til hliðar og göslast áfram. Fór að heiman, menntaði mig, eignaðist barn, síðar mann og þrjú börn í viðbót. Síðustu tuttugu árin (frá byrjun) búið í mjög erfiðu hjónabandi og er nú að gefast upp. Ég hef alltaf byrgt allt inni og bara haldið áfram, sinnt starfi og börnum og heimili. En alltaf heilmikið að. Eiginmaður minn hefur aldrei viljað ræða málin, tekur brjálæðisköst og fer í fýlur (af engu sjánlegu tilefni oftast). Á eftir alltaf eins og ekkert hafi ískorist og neitar að eitthvað sé að, vill ekki leita sér hjálpar. Engin hlýja til staðar og kynlíf mjög lítið og lélegt núorðið. Það hef alltaf verið ég sem hef hugsað mest um börnin og reynt að ala þau upp á eðlilegan hátt. Nú er elsti sonur minn í erfiðleikum, þunglyndi, einhverri neyslu o.fl. Yngri sonurinn fer ekki frá tölvunni og sjónvarpinu nema rétt á meðan hann er í skólanum. Ég hef alltaf hugsað sem svo að þetta reddist allt og maður eigi ekki að vera að væla heldur finna sjálfur lausnir. Ég sé ekki annað í stöðunni hjá mér en að skilja við manninn en finnst það samt flóttaleið og mikla aðgerðina sem slíka mjög fyrir mér. Sjáið þið einhvern flöt fyrir mig, hvert ég gæti leitað eða hvar ég gæti byrjað? Bara það að senda þessa fyrirspurn reynist mér mjög erfitt, finnst ég vera að gera úlfalda úr mýflugu en finn bara að ég get ekki mikið meira. Með fyrirfram þökk,


Svar:

Sæl

 

Það er alveg á hreinu að þú ert að fást við mikið álag sem er byrjað er að hafa neikvæð áhrif á þig. Því miður eru margir íslendingar að kljást við þennan hugsarhátt sem þú lýsir sem “að vera ekki að væla” og gera þess vegna ekkert í málunum. Þú ert sem betur fer að byrja að taka fyrstu skrefin út úr skelinni og er það gott en nú skiptir máli að stoppa ekki. Ef strákurinn þinn er kominn í neyslu þá skiptir máli að fá hjálp fyrir þig til að þú getir tekið tekið rétt á þeim málum sem snúa að honum. Þú getur haft samband við foreldrahúsið og pantað viðtal þar, sem og farið á fundi hjá Al-Anon samtökunum.

 

Þú ert greinilega í erfuðu sambandi og þar virðist tjáningaleysið vera að há ykkur hvað mest. Ég mæli auðvitað með að þið farið í hjónaviðtöl til að reyna að losa um tjáningarleysið og að ræða vanda stráksins. Þú getur kíkt í gulu síðurnar í símaskránni og athugað með fagaðila þar. Ég hreinlega veit ekki hvað þú ert að tala um þegar þú segir frá ótta þínum um að þú sért að gera úlfalda úr mýflugu. Þetta eru þannig vandamál að þau þola ekki frekari bið í að reyna að losa um þau.

 

Páll Einarsson

Psychoterapist MSc

Persona.is

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.