Sjálfstraust / Spurt og svarađ

Vil vera elskuđ !


Spurning:

Þörfin fyrir viðurkenningu frá öðrum. Ég er orðin hrifin af öðrum. Málið er, ég er ekki hrifin af honum þannig séð. Ég er hrifin af myndinni sem hann hefur af mér. Ég dýrka að fá óskipta athygli hans, hann hlær af bröndurunum mínum, finnst ég ægilega sæt og algert æði. En það er af því að við vorum að kynnast og hann þekkir bara ”góðu hliðarnar” mínar. Tek fram, ekkert hefur gerst né mun gerast. Ég veit alveg hvers eðlis þessi hrifning er og veit að hún mun líða hjá fyrr en varir. En í dag verð ég að beita mig hörðu til að halda aftur af mér. Ég elska kærstann minn. Í alvöru, en það er bara það að eftir allan okkar tíma samann þá er hann ekki að fara að gefa mér það sem þessi strákur getur gefið mér. Hann þekkir mig of vel. Hann þekkir allar mínar dökku hliðar, hefur séð mig upp á mitt besta og upp á mitt versta. Auðvitað er hrifning hans annars eðlis og hún var þegar við byrjuðum fyrst saman. Þá gjörsamlega sá hann ekki sólina fyrir mér og nánast tilbað mig. Auðvitað er það ekki þannig lengur, það væri bara undarlegt. En það er yndisleg tilfinning að vera dýrkaður og dáður og ég sakna þess. Þess vegna læt ég mig dreyma um annan. Ég þrái að upplifa þessa tilfinningu aftur. Kærastinn minn skilur ekki þessa þörf mína og það er alveg eðlilegt. Auðvitað á ég að vera sjálfri mér nóg. Af hverju get ég ekki dýrkað sjálfa mig og látið þar við sitja. Af hverju er ég svonna heilluð af því að einhver annar dýrkar mig. Ég vil ekki leita út fyrir sambandið til að finna fyrir þessari tilfinningu. Ætti kærastinn minn að sýna mér meiri áhuga eða er ég bara athyglissjúk? Er þetta mitt vandamál eða hans? Ég vil ekki halda því beint fram að þetta sé honum að kenna. Er þessi þörf mín eðlileg?


Svar:

Sæl

 

 

Hvort þessi þörf þín sé eðlileg er erfitt að segja. Til þess þyrfti að skoða þetta betur og sjá hvernig þetta hefur birst í fortíð þinni og öðrum samböndum. Mig grunar þó að það sé hérna ýmislegt að skoða. Sumir einstaklingar eru mjög góðir að byrja í samböndum og elska þrillið sem fylgir því. Aðrir eiga erfitt með að byrja í samböndum en vaxa síðan mikið þegar þeir eru komnir í þau.

 

 

Það getur líka verið að sambandið sem þú ert í sé ekki alveg að gefa þér það sem þú þráir. Kannski væri gott að skoða hvað þig langar í frá kærasta þínum og skoða svo hvernig væri hægt að koma því í kring. Ræða við hann um það. En eftir stendur eftir sem áður þessi þörf þín fyrir að maki þinn sjái ekki sólina fyrir þér. Það er kannski ekki raunhæft að maki þinn sé þannig alla daga en þú þarft að spyrja þig hvort það sé tómleiki í þér sem myndast ef það er ekki verið að tilbiðja þig í sambandinu. Ef svo er þá er það eitthvað sem þú þarft að vinna með hjá fagaðila.

 

 

Gangi þér vel

 

 

Páll Einarsson

 

Psychotherapist MSc

 

Persona.is

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.