Fíkn / Spurt og svarađ

Matarfíkn !


Spurning:

Er matarfíkn sálfræðilegur sjúkdómur ? Ég er 25 ára gömul og er matarfíkill (svara JÁ við öllum 15 spurningum OA). Ég hef átt við átröskunarvanda að stríða frá því ég byrjaði á kynþroskaaldri. Og hef í gegnum árin rokkað mikið í þyngd. Allt frá því að vera það sem telst eðlileg (í kjörþyngd) og upp í það að eiga við offituvandamál að stríða (rúm 120kg). Þó lít ég svo á (í dag) að það er ekki talan á vigtinni sem skiptir öllu máli, heldur það hvernig mér líður gagnvart sjálfri mér og því sem ég set ofan í mig. Fyrir ekki svo löngu síðan náði ég góðri stjórn á sjálfri mér og borðaði skynsamlega í c.a. 1 1/2 ár. Og hefur mér aldrei liðið eins vel á ævinni eins og þá. Hvorki andlega né líkamlega. Síðan var eins og eitthvað gerðist hjá mér, ég missti stjórnina og var í ofæti í einhvern tíma. En er í bata núna. Ég er hinsvegar mjög hrædd. Hrædd við það að missa stjórn aftur. Ég hef í gegnum tíðina prófað allar tiltækar \\"megrunarlausnir\\" en trúi í dag ekki á megranir eða kúra, heldur lít ég sem svo á að eina lausnin sé réttur lífstíll. Og það er það sem ég hef verið að tileinka mér, en það virðist engu að síður ekki vera nóg fyrir mig. Ég fæ og hef fengið gríðarlegan stuðning og mætt miklum skilning frá þeim sem eru næstir mér. En það virðist ekki duga til, ég er samt að gera þetta ein og mig grunar að það sé að verða mér að falli. Ég hef stundað mikla sjálfskönnun upp á síðkastið og lesið mér til um þetta efni. En spurning mín til ykkar er þessi; Hvaða \\"lausnir\\" eru til fyrir fólk eins og mig (matarfíkla) ? Þar sem þetta er (að mínu mati) vandamál sálfræðilegs eðlis þá velti ég því fyrir mér hvort það séu einhverjir sérfræðingar sem sérhæfa sig í þessum vanda. Og hvort það séu einhver samtök (önnur en OA) eða tengslanet sem þið getið bent á? Ég vil taka það fram að ég er ekki að leitast eftir ráðgjöf varðandi mataræðið, er orðin sérfræðingur í þeim efnum. Svo það er ekki vandamálið að ég viti ekki hvað ég á að láta ofan í mig. Vandamálið er að ég virðist ekki ná að stjórna mér (á köflum). Með fyrirfram þökk...


Svar:

Sæl
Hvort matarfíkn sé sjúkdómur er ekki til neitt eitt svar við. Orðið sjúkdómur er sterkt orð og langt í frá að allir séu sammála um að það sé rétt að nota það orð þegar kemur að sálrænum vandamálum. Ef það hjálpar þér að nota orðið sjúkdómur þá er örugglega allt í lagi að þú notir það orð. Hitt er að matarfíkn hefur 2 hliðar. Annarsvegar líkamlega og hinsvegar sálræna. Líkamlega hliðin snýr að því að líkaminn getur verið fíkinn á ákveðin mat eins og sykur og hvítt hveiti. Þegar þú borðar mat sem innihalda sykur eða hvítt hveiti þá skapast þörf til að fá sér meira.  Andlega hliðinni snýr oft að því að borða niður tilfinningar. Þegar óþægilegar tilfinningar myndast þá er gripið til matar til að “finna ekki til”.
Sálfræðingar sem og aðrir meðferðaraðilar ættu að geta hjálpað þér að skoða betur hvaða tilfinningar þetta eru sem eru svona erfiðar, greina þær og hjálpa þér að takast á við þær án þess að borða þær niður.

Gangi þér vel
Páll Einarsson
Psychotherapist MSc
Persona.is

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.