Ţunglyndi / Spurt og svarađ

Hrćdd viđ ţunglyndi !


Spurning:

ég var mjög þunglynd á tímabili og vildi aldrei viðurkenna það og leitaði aldrei hjálpar, en ég eignaðist kærasta sem gerði mér kraftaverk, en nú er sumarið liðið, og mér líður vel, ekkert sem gæti orsakað þunglyndi (ég lenti i hremmingum sem varð til þess að ég varð þunglynd) en ég er byrjuð að fá sömu skapsveiflur og þegar að ég var þunglynd og ég er að fá sömu einkennin, en ég vil ekki trua því þar sem það var svo erfitt tímabil fyrir mig og ég vil ekki lenda í því aftur! en ég held ég sé að verða þunglynd aftur og þá byrjaði ég að hugsa, þunglyndið var alverst á veturnar, og núna er vetur að koma og einkennin eru að koma aftur. og það sem gerir mig mest hrædda er að kærastinn minn er kraftaverkið mitt og hann fer út í mánuð yfir jól og áramót, og er svo hrædd um að vera ein í þessu eins og seinast


Svar:

Sæl

 

það er eins með þig og aðra sem fá þunglyndi að það er mjög erfitt að ráða við þunglyndið án þess að leita sér hjálpar. Þunglyndi er þess eðlis að þú verður að fá annan með þér til að fá innsýn inn í þá þætti þess sem þú getur (með hjálp) unnið með. Það er óþarfi fyrir þig að burðast með þessa líðan þegar hægt er að vinna með hana hjá góðum fagaðila.

 

Það góða við þunglyndi er það að með hjálp góðs fagaðila þá eru bata líkur mjög góðar. Nú er bara næst á dagskránni að leita sér að fagaðila og þá er hægt að fara í gulu síðurnar í símaskránni og leita undir sálfræðingar. Þegar þú hringir þá er um að gera að spyrja viðkomandi sálfræðing hvort hann sé góður að vinna með þunglyndi og ef ekki hvort hann geti þá bent þér á einhvern sem hann mundi mæla með.

 

Gangi þér vel

 

Páll Einarsson

Psychotherapist MSc

Persona.is

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.