Sambönd / Spurt og svarađ

Kćrastinn hlustar ekki !


Spurning:

Hæ ég er frekkar ráðavilt þessa dagana. Vantar smá hjálp. Vona að það sé ekki rugl að spurja að þessu. Ég er búin að vera í sambandi með Strák í Sirka Mánuð enn búin að dúlla okkur í 2 Mánuði. Ég er að klást við þunglyndi á mjög háu stigi. Er á mörgun lyfum og er mjög oft langt niðri. Hann skilur ekki mína veiki og kynlöngun mín er ekki á háu stígi vegna lyfjana. Hann er alltaf að kinda upp afbrigðissemi og er ég frekkar afbrigðissöm típa. Alltaf þegar hann er í glasi þá er hann alltaf að tala niður til mín :( Enn þegar ég vill tala um þetta daginn eftir þá fæ ég bara \"ég var fullur, átt ekki að hlusta á mig\" Þá er bara ekki í boði að tala um það. En þetta særir mjög svo mikið þótt hann var fullur, hann skilur það ekki heldur. Um daginn sagði hann að ég væri gölluð því ég gat ekki sofið hjá og farið í vissar stellingar :( Og svo segir hann djók. En hann á ekkert með að segja svona þó það sem djók. Hvað á ég að gera. Ég get ekki endað þetta því hann segist aldrei meina þetta enn t.d um Daginn þá var ég á superman.is og hann fór að leita að sinni fyrrverandi til að gá hvort hún hafi verið honum ótrú. Er ég svona biluð eða er hann bara að nota mig ? Er eðlilegt að strákar láti svona ? Er hann bara að reyna að gera mig veikari ? Þykkir leit ef það er ekkert vit í því sem ég skrifaði !


Svar:

Sæl

 

Hérna er bara til ein lausn og það er að tala við kærastann þinn. Það er ekki veikleikamerki að segja honum hvernig þér líður og hvað þú ert að hugsa. Það er rétt að öll höfum við þarfir og ég hvet þig til að láta kærastan þinn vita að þú þurfir á honum að halda, að hann sé til staðar fyrir þig og sé til í að ræða málin. Ef hann upplifir þetta vera kröfur þá þarftu kannski bara að finna þér betri kærasta sem er til í að hlusta á þig. Það er sem betur fer til fullt að þannig strákum sem vilja hlusta og eru góðir á því.

Gangi þér vel

Páll Einarsson

Psychotherapist MSc

Persona.is

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.