Sjálfstraust / Spurt og svarađ

Upplýsingaflćđi og mannrćkt


Spurning:

Vandamál mitt er etv ekki svo alvarlegt en... Ég á erfitt með að greiða úr öllum þeim upplýsingum og þekkingu sem standa okkur mannfólkinu til boða nú á dögum. Ég hef mikinn áhuga á mannrækt og hef reynt að afla mér þekkingar á því sviði en ég lendi oft í að stressast einfaldlega upp, af því að ég veit ekki hvað ég á að lesa/hlusta á/iðka o.s.frv. Hér á ég t.a.m. við sjálfshjálparbækur, jógakerfi, almenna líkamsrækt. Vissulega er erfitt að fullyrða hvað sé BEST í þessum efnum, en hvað á ég að gera til að auðvelda mér valið? Segjum sem svo að ég lesi sjálfshjálparbók sem mér finnst alveg frábær...á ég að halda mér við hana eða halda áfram þekkingarleitinni og lesa fleiri? Ég er nefnilega smeykur við að á týna mér í upplýsingaflæðinu í stað þess að nota upplýsingarnar á praktískan hátt. Með fyrirfram þökk og kveðju P.S. Ég vil nota tækifærið og þakka fyrir góðan og aðgengilegan vef og fyrirmyndar þjónustu.


Svar:

Sæll,

Í þessu nútímasamfélagi sem við búum í er vissulega auðvelt að tapa áttum í leit að upplýsingum.  Hvert sem við leitum höfum við aðgang að nánast ótakmörkuðum upplýsingum um hvað sem hugurinn girnist.  Þetta á ekki hvað síst við um sjálfshjálparupplýsingar ýmis konar en slíkum upplýsingum hefur fjölgað mjög ört undanfarið.

Við leit að slíkum upplýsingum er nánast ómögulegt að segja til um hvað sé "rétt" eða "best" og því mikilvægt að beita dómgreind sinni að hverju sinni.  Þegar maður fær áhuga á einhverri tegund af mannrækt er mikilvægt að kynna sér hana og prófa varlega.  Um árin hafa komið ýmsar hugmyndir að mannrækt sem ekki hafa reynst mjög gáfulegar og hafa jafnvel verið hættulegar og því er að sjálfsögðu mikilvægt að ganga ekki blint til verks heldur meta aðstæður og upplýsingar að hverju sinni.  Fyrir hverja lélega hugmynd sem fram hefur komið hafa þó örugglega komið tvær skynsamlegar eða sniðugar og er það mat hvers og eins hvað virkar fyrir hann eða hana.  Það er því mikilvægt að prófa sig varlega áfram og kynna sér það sem manni líst á og aðlaga aðferðirnar að aðstæðum manns sjálfs.  

Vonandi nýtist þetta svar þér við upplýsingaleitina en ekki hika við að hafa samband ef þú hefur fleiri spurningar.

Gangi þér vel,
Eyjólfur Örn Jónsson
sálfræðingur

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.