Börn/Unglingar / Spurt og svarađ

Ofvirkni barna og lyfjanotkun


Spurning:

Eru einhverjar áræðanlegar rannsóknir um lyfjanotkun barna með adhd? Og eru þær jákvæðar eða er lyfjanotkunin til lengri tíma séð skaðleg þessum börnum?


Svar:

Sæl/l,

Athyglisbrestur með ofvirkni er vaxandi vandamál í dag og til dæmis er talið að um 5% barna í bandaríkjunum hafi verið greind með ADHD.  Helstu meðferðarformin sem við höfum við þessum vanda í dag eru annars vegar lyfjameðferð og hins vegar atferlismeðferð en gjarnan er mælt með blöndu beggja.  Vegna þess hve algengur þessi vandi er og lyfjagjöfin mikil eru fá lyf sem hafa verið rannsökuð jafn mikið í heiminum. 

Helsti vandinn er þó að greining ADHD hefur ávallt verið frekar umdeild og því miður er algengt að börn séu ranglega greind og þá verður lyfjagjöf að sjálfsögðu mjög varhugaverð.  Lyfin sem notuð eru við ADHD eru örvandi lyf og í sumum tilfellum hefur verið sýnt fram á að langtímanotkun sumra þeirra geti leitt til truflana á starfsemi heilans og hefur jafnvel verið rætt um það í bandaríkjunum að setja sérstakar viðvaranir eða svokallaðar "black box warnings" til að vara við rangri notkun lyfjanna. Þetta hefur þó ekki enn verið gert þar sem menn eru almennt ósammála um hvort og hvernig þessi skaði á sér stað.  Það sem menn eru þó sammála um er að ADHD er gjarnan greint af einstaklingum sem ekki hafa réttindi til þess eða í fljótfærni og því eru líkur fyrir því að heilbrigðum en fjörugum einstaklingum séu gefin þessi lyf.

Þrátt fyrir þær hættur sem þessi lyf kunna að valda hefur margoft verið sýnt fram á að þessi lyf eru áhrifarík í meðferð ADHD en helsti vandinn liggur í því að einstaklingar sem ekki þurfa lyfin séu á þeim og að einungis sé treyst á lyfin í meðferð vandans.  Afar mikilvægt er því að vandinn sé rétt greindur hjá hæfum fagmanni, lyfjameðferðinni fylgt eftir reglulega til þess að passa upp á aukaverkanir og áhrif lyfsins og unnið á vandanum með atferlismeðferð samhliða lyfjagjöfinni.  Enn sem komið er eru lyfin meðal þess áhrifaríkasta sem við höfum en með tíð og tíma kunna að koma áhrifaríkari og öruggari leiðir.

Vonandi hjálpaði þetta svar þér en endilega hafðu samband aftur ef þú hefur frekari spurningar. 

Gangi þér vel,
Eyjólfur Örn Jónsson
Sálfræðingur

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.