Ţunglyndi / Spurt og svarađ

Lyf viđ ţunglyndi?


Spurning:

Hæ. ég er KK að verða 18 ára, ég held ég sé þunglyndur, borða lítið, sef mikið, finnst óþægilegt að vera innan um margt fólk, og líður almennt illa og held að flest öllum, jafnvel vinum mínum, sé illa við mig, hef samt aldrei haft sjálfsmorðshugleiðingar. Það sem ég er að hugsa um er: 1) hver mundi geta hjálpað mér og skrifað uppá lyf? sálfræðingur? hvar finn ég lista yfir þá í bænum mínum(akureyri)? mundi hann þurfa að segja foreldrum mínum frá þessu fyrst ég er ekki orðinn 18 ára? 2) Ég skil ekki afhverju mér líður svona, mér gengur vel í öllu sem ég geri, á góða vini, þótt ég hitti þá sjaldan núorðið, góða fjölskyldu og hef allt sem ég get ýmindað mér að ég þurfi og ekkert þunglyndi sem ég veit um í ættinni minni.


Svar:

Sæll,

Sú líðan sem þú lýsir í bréfi þínu getur orsakast af ýmsu og ekki útilokað að þú sért að glíma við þunglyndi.  Það er alls ekki nauðsynlegt að hafa sjálfsmorðshugleiðingar til þess að geta talist þunglyndur.  Þunglyndi er í raun djúp og erfið depurð sem reynist lífseigari en hún ætti ef til vill að vera og getur hæglega undið upp á sig þegar hún ekki hverfur og einstaklingurinn upplifir sig hjálparlausan gagnvart henni.

Ýmsar orsakir kunna að liggja að baki þunglyndi bæði líffræðilegar og umhverfislegar en óvíst er hvernig þær orsakir eru hjá hverjum og einum.  Þar sem sýnt hefur verið að stór hluti þunglyndis orsakast af umhverfisástæðum er afar mikilvægt að vinna á depurðinni í samtalsmeðferð og oft hefur verið sýnt að blanda lyfjameðferðar og samtalsmeðferðar gefur einna bestu raun í baráttunni við þunglyndi. 

Til að svara spurningum þínum beint þá þarft þú að leita til læknis eða geðlæknis til að nálgast geðlyf og þá er mjög líklegt að það yrði að vera í samráði við foreldra þína þar sem þú hefur ekki náð 18 ára aldri.   Þar sem samtalsmeðferð og þá einkum hugræn atferlismeðferð hefur sýnt eina bestu raun í baráttu við þunglyndi myndi ég þó hiklaust mæla með að hvort sem þú byrjar á lyfjum eða ekki þá leitir þú til sálfræðings til að taka á vandamálinu.  Slík samtalsmeðferð hjálpar þér að átta þig á vandamálinu eins og það lítur út og hvernig best væri fyrir þig að takast á við vandann og ef vel tekst að uppræta hann.  Til þess að finna lækna og sálfræðinga í þínu bæjarfélagi er best fyrir þig að leita í gulu síðunum, leita til félagsþjónustunnar eða á næsta sjúkrahús.  Vonandi hjálpar þetta svar þér að finna lausn á vandanum og ekki hika við að hafa aftur samband ef þú hefur frekari spurningar.

Gangi þér vel,
Eyjólfur Örn Jónsson
Sálfræðingur

 

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.