Nám, starf og lífiđ / Spurt og svarađ

Áleitnar hugsanir


Spurning:

Sæl/l Ég er í sambandi, sem er alveg nýtt, 3 mánuðir opinbert. Sambandi okkar byrjar sem bólfélagar í 2 mánuði áður en við byrjuðum opinberlega saman og það er á þessu tímabili sem ég svaf hjá 3 öðrum strákum . Vandamálið er að hann á erfitt með að sætta sig við það, og líka að ég hélt því leyndu fyrir honum í byrjun til að lýta betur út, þó það var alveg á hreynu hjá okkur báðum í byrjun að við vorum ekkert meira en bólfélagar, en hann var ekki með neinni annari. Líka kvöldið sem við kysstumst fyrst, svaf ég hjá öðrum strák. Hann á líka mjög erfitt með að samþykja það og ég skil það vel. Því alltaf þegar spurt er hvernig kynntust þið... þá hugsar hann bara um það að ég svaf hjá öðrum strák það kvöld. En við erum rosa ástfagin nuna og viljum að þetta gangi, þetta er bara alltaf að trufla hann. Nú lýtur út eins og ég sé mikið að sofa hjá, og það er líka ýmynd hans af mér, en málið er að ég var týnd. Ég var í sambandi áður í 5 ár þar sem ég var mjög trú og traust þeim strák. Hvað get ég gert svo að við komumst yfir þetta, svo að hann finni það að hann geti treyst mér, svo hann finni að ég elski hann og sé trú honum. Sem ég er búin að vera síðan við byrjuðum saman! Tek það fram að á því tímabili sem við hittumst var ég búin að vera mjög tínd í soldinn tíma og vissi ekkert hvað ég var að leita af, en kynnist svo þessum frábæra strák sem ég verð ástfangin af.


Svar:

Sæl

Þessar áleitnu hugsanir kærastans um ást þína og tryggð fá hugsanlega engin endanleg svör. Með tímanum getur hann fengið meiri og meiri sönnun þess að þú elskir hann. Hins vegar geta þessar áleitnu hugsanir spillt sambandi ykkar, en hugsanirnar snúast m.a. um óöryggi hans og hugsanlega afbrýðisemi. Fortíð ykkar sitt í hvoru lagi og saman er eitthvað sem þið þurfið hugsanlega að vinna úr, sitt í hvoru lagi eða saman.

Legg til að kærastinn byrji á því að ræða þessar áleitnu tilvistarspurningar við sálfræðing. (ég legg það til af því að sálfræðingar hafa einna mesta reynslu af því að fást við slíkar hugsanir).

Með baráttukveðjum
Jón Sigurður Karlsson
sálfræðingur 

 

 

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.