Nám, starf og lífiđ / Spurt og svarađ

Sorg


Spurning:

Hæ, ég missti pabba minn nuna 12 des síðasliðinn, hann fékk hjartaáfall :/. Þetta voru mjög erfið jól hann var jarðaður 21 des. Mamma var gift honum i 42 ár. fjölsk mín er bara grátandi og allir voða sorgmæddir. \'eg sakna hans rosa mikið. er nokkuð hægt að gera til að lifa með sorginni? læknar tíminn nokkuð öll sár. \'eg fer oft ad gráta þegar ég hugsa um pabba, allar minnigarnar um hann.:/ Ein sorgmædd


Svar:

Sæl

Þið eruð að fara í gegnum djúpa sorg. Sorgarferlið tekur tíma, það má búast við að erfiðasti tíminn sé fyrstu 1-2 mánuðirnir. Sorgin fer ekki í eitt skipti fyrir öll heldur kemur og fer. Sorgin getur komið aftur t.d. um jól, þá er líklegt að við finnum meira fyrir missinum og eins á afmælisdaginn hans o.s.frv. Það er mikilvægt að muna að sorgin er eðlileg tilfinning. Margt í kringum útförina miðar að því að koma sorginni í farveg og minna okkur á að lífið haldi áfram.

Spurning þín: "Læknar tíminn nokkuð öll sár". Ef við tökum okkur tíma í að syrgja þá hjálpar það okkur við að halda áfram án ástvinarins. Það þarf ekki að miða við að tíminn lækni öll sár, en það er mikilvægt að skoða sorgina sem ferli sem við komum vonandi sterkari út úr. Eftir að það erfiðasta er liðið hjá getum við vonandi snúið okkur að lífinu af fullum krafti.

Legg til að þú ræðir við trúnaðarvin og innan fjölskyldunnar. Það getur líka verið góð hugmynd að leita til prestsins ykkar.

Með samúðarkveðjum

Jón Sigurður Karlsson
sálfræðingur

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.