Sambönd / Spurt og svarađ

Ástin sigrar


Spurning:

Hæhæ, ég er stelpa rétt yfir tvítugt og hef verið í sambandi í núna 4 ár, með hléum. Strákurinn sem ég er búinn að vera með hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika í gegnum ævina en þó aldrei verið sjálfur í neinu rugli og alltaf gengið vel í skóla og svona, en það hefur sett sitt mark á okkur. Sambandið hefur oft ekki verið neinn dans á rósum og það hafa komið tímabil þar sem við höfum gefist upp og hætt saman í ákveðinn tíma en alltaf leitum við til hvors annars aftur. Ég hef aldrei kynnst manneskju sem ég get talað jafn mikið við og ég get sagt honum frá öllu, við erum alveg ofboðslega náin, virkilegir trúnaðarvinir. Við virkilega elskum hvort annað og líður vel hjá hvort öðru, að mínu mati er samband okkar mjög þroskað miðað við mörg önnur hjá pörum á okkar aldri. Málið er að ég hef oft hugsað út í það hvort við séum að reyna til einskis, hvort sambandið sé bara dauðadæmt af því að við höfum hætt saman og byrjað aftur saman nokkrum sinnum. Hann hefur sært mig alveg ofboðslega mikið og ég er ennþá að reyna að fyrirgefa honum en ég á alveg ofboðslega erfitt með að fyrirgefa og ég verð alveg hræðilega afbrýðissöm, sem gerir hlutina miklu erfiðari í sambandinu...ég á það til að geta ekki bara sett hlutina á bak við mig heldur er ég alltaf að koma aftur og aftur upp með tilvikin þegar hann særði mig og verð þá alltaf rosalega sár og skapa leiðindi. er það eðlilegt? Reyndar finnst mörgum að ég eigi bara ekki að fyrirgefa honum því hann hefur sært mig og oft og illa en ég hef aldrei hlustað á það....og kem út eins og heimska stelpan sem lætur allt yfir sig ganga, kanski er ég bara svoleiðis...ég veit það ekki. Ég sjálf er enginn engill og hef sært hann mjög illa. Skilaboðin sem ég fæ frá öllum í kringum mig er að við séum bara vitlaus að vera alltaf að reyna aftur, mér finnst það alveg ofboðslega óþægilegt og það fær mig alltaf til að efast, sérstakleag þegar eins og t.d. foreldrar mínir setja útá þetta, þau ættu að vita hvað þarf til að sambönd gangi upp, og þá líður mér eins og ég sé bara ofboðslega óþroskuð að halda alltaf í vonina um að einhver æskuást gangi upp. Í dag er samt eins og núna séum við bæði á sömu blaðsíðunni finnst mér, bæði alvarlegri. Við erum bæði búin að setja okkur það markmið að gera allt til að koma vel fram við hvort annað og láta okkur ganga upp. Það hefur gengið rosalega vel og hann hefur aldrei komið jafn vel fram við mig, það er eins og hann hafi bara alltíeinu uppgötvað hvað þarf til að halda mér. Ég hinsvegar er að draga okkur niður með afbrýðisseminni, ég er alltaf að grafa eitthvað upp úr fortíðinni til að svekkja okkur á. Ég þoli ekki að ég geti ekki bara horft til framtíðar og gleymt öllu sem hefur gerst í fortíðinni, við vorum ung og vitlaus þá. Ég veit að ég er ung og að það er nóóg af fiskum í sjónum. En ég veit líka að ég vil vera með honum, það er alveg pottþétt, hvernig veit ég samt hvenær tímapunkurinn kemur þegar við eigum bara að hætta að reyna? Ég fæ það svo oft á tilfinninguna að öll önnur sambönd séu svo fullkomin, með engum vandamálum né rifrildum, og þá fer ég að efast um að við séum að gera rétt með að halda áfram að vera saman. Er eðlilegt að samband sem hefur varað svona stutt sé með svona miklum erfiðleikum í? Erum við bara vitlausir óþroskaðir unglingar að halda í vonina um að við göngum upp? Ættum við bara að sleppa þessu og finna eitthvað nýtt? kanski eru engin svör en ég væri alveg til í að fá eitthvað álit :)


Svar:

Sæl

Þetta eru stórar spurningar, það er varla að ég þori að svara.

Það er ekki bara ein uppskrift á því hvernig fólk verður ástfangið og hvernig ástin endist. Þess vegna er mikilvægt að festast ekki of mikið í samanburði við aðra sem virðast vera á beinu brautinni í ástarmálum. Jafnvel þótt öðrum finnist þið "vitlaus að vera alltaf að reyna aftur" getur það reynst farsælt fyrir ykkur að reyna aftur. Það kemur í ljós hvað þið hafið lært af fyrri mistökum, voru það mistök að hætta eða voru það mistök að reyna aftur. Mistökin eru til þess að læra af þeim. Kannski er best að láta ástina ráða.

Þá er það afbrýðisemin:  "Ég hinsvegar er að draga okkur niður með afbrýðisseminni, ég er alltaf að grafa eitthvað upp úr fortíðinni til að svekkja okkur á". Afbrýðisem er vandræðatilfinning, það jákvæða við hana er að hún sýnir að okkur er ekki sama og við erum tilbúin að berjast fyrir ástina. Það neikvæða er að hún getur verið þreytandi fyrir hinn aðilann. Honum finnst sér ekki treyst. Það getur leitt til þess að hann reyni að sanna ást sína en getur líka leitt til þess að honum finnist lítið mál að bregðast trausti sem er ekki neitt.

Það eru til mörg svör við spurningum þínum. Vona að ástin leiði þig á farsælar brautir.

Með baráttukveðjum

Jón Sigurður Karlsson
sálfræðingur

www.persona.is

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.