Kvíđi / Spurt og svarađ

Sjúkdómakvíđi?


Spurning:

ég er með sjúkdómakvíða og held alltaf að eitthvað sé að mér hvað get ég gert ?eg hef oft farið til lækna og þeir sjá mig bara sem móðursjúka kellingu ég er stundum að tapa mér


Svar:

Sæll

Skilgreining á heilsukvíða eða heilsukvíðaröskun er eftirfarandi:

Viðvarandi hugsanir kringum það að vera haldinn alvarlegum sjúkdómi eða óttast að slíkur sjúkdómur sé í uppsiglingu þrátt fyrir að læknar reyni að fullvissa viðkomandi um að ekkert sé að. Þetta síðasta er mikilvægast í skilgreiningunni því vissulega þarf rannsóknir til þess að útiloka þann möguleika að óttinn geti átt við rök að styðjast.

Legg til að þú lítir á þessar spurningar, ef þú svarar þeim játandi er líklegt að þú sért með heilsukvíða(röskun).

1. Hefur þú verið mjög upptekinn eða heltekinn af hugsunum um að vera með alvarlegan sjúkdóm eða á leiðinni að fá hann? Hefur þetta átt við um þig í að minnsta kosti sex mánuði?

2. Hafa læknar hvað eftir annað fullvissað þig um að þú sért ekki haldinn alvarlegum sjúkdómi?

3. Veldur það að vera svona upptekinn af heilsu þinni þér miklu hugarangri? Eða truflar þetta daglegt líf þitt á mikilvægum sviðum, vinnu, fjölskyldu eða félagslífi.

4. Athugar þú hvað eftir annað "sjúkdómseinkenni" þín á netinu eða í bókum, reynir þú að skoða eða þreifa sjálfan þig og biðja aðra um hughreystingu?

Það er mikilvægt að muna að heilsukvíðinn er ekki bara í höfðinu á þér því oft er upphafið einhverjar hræringar í líkamanum. Það sem fer úrskeiðis í heilsukvíðanum er hvernig við túlkum þessar skynjanir frá líkama okkar. Atburðarásin getur verið eitthvað á þessa leið: Veikindi sem hafa áhrif á þig eða einhvern annan, t.d. einhver nákominn greinist með krabbamein. Athyglin beinst meira að líkama þínum ásamt hugsunum um það möguleika að það sama geti komið fyrir þig. Aukin athygli leiðir til skýrari skynjunar á því sem gerist í líkamanum, það þarf minna til að þú takir eftir að eitthvað geti verið í gangi sem leiði til sjúkdóma. Hugsanir þínar halda áfram að snúast um skelfilega möguleika og það verða auknar líkur á því að þú mistúlkir eðlileg skilaboð frá líkamanum. Þetta leiðir til áhyggna af hugsanlegum veikingum og gerir þig enn meira vakandi fyrir því sem er að gerast eða gæti verið að gerast í innan í þér. Ef þú finnur eitthvað nýtt eða telur að rannsóknir sem læknarnir senda þig í nái ekki að greina hugsanlega sjúkdóma í þér og þú lætur ekki sannfærast þegar sérfræðingarnir reyna að fullvissa þig þá er heilsukvíðinn að verða röskun.

Það er mikilvægt að láta rannsóknir skera úr um það hvort það sé eitthver sjúkdómur í gangi. Ef þú ert búinn að fara í helstu rannsóknir sem skera úr um það og þú trúir ekki læknunum þá er góð hugmynd að gera lokatilraun til að komast til botns í málinu með því að ræða við lækni sem þú treystir. Það er hægt að stilla upp tveim tilgátum a) möguleika á greinanlegum líkamlegum sjúkdómi eða b) heilsukvíðaröskun. Ef niðurstaðan er heilsukvíðaröskun þá er meðferð hjá sálfræðingi eða geðlækni skynsamlegur kostur.

Með kveðjum
Jón Sigurður Karlsson
sálfræðingur
Sérfræðingur í kliniskri sálfræði

www.persona.is

 

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.