Nám, starf og lífiđ / Spurt og svarađ

Tvöföld vinna


Spurning:

Kæri viðtakandi, ég er búin að vera gift í 10 ár og við eigum 3 ung börn en nú er svo komið að maðurinn minn er ekki viss um að hann vilji halda áfram sambandinu og segist jafnvel ekki vera viss um að hann elski mig lengur. Hann segir ástæðurnar vera ýmislegt sem ég geri og hafi ekki breytt þó svo að ég viti hvað Það fari fyrir brjóstið á honum. Hann segir mig líka ekki sýna honum næga blíðu. Hann segir löngunina til að halda áfram að vera giftur mér ekki til staðar lengur. Þetta er allt rétt, ég viðurkenni þetta fúslega og er algjörlega tilbúin til þess að breyta hegðun minni og er ákveðin í því að gera það, því ég elska hann og vil ekki skilja við hann.Hann er í fullu námi í Háskólanum og vinnur 100% vinnu á vöktum svo við sjáumst lítið og sjaldan og tel ég hann ekki sinna mér eða setja mig í forgang þegar hann ákveður að taka sér frí frá lærdómnum. Hvernig get ég hjálpað okkur að finna neistann aftur? Hvað get ég gert til að fá hann til að treysta því að ég vilji þetta framar öllu?


Svar:

Sæl

Hugsanlega leiðir 100% vaktavinna og fullt háskólanám til þess að það verður lítill tími til að rækta ástina. Það getur verið að hann sé móttækilegur fyrir blíðu en finnist hann hafa lítið að gefa á móti.

Finna neistann aftur? Getur verið að frí um jól og áramót hjálpi? Eða er hann líka á vöktum um jól og áramót? Er skynsamlegt fyrir ykkur að líta svo á að þið séuð að ganga gegnum erfitt tímabil. Þarf hann að fá hvíld til þess að endurheimta ástina?

Með baráttukveðjum

Jón Sigurður Karlsson
sálfræðingur

Til baka


Svör viđ öđrum spurningum



Prentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.