Ţunglyndi / Spurt og svarađ

Tilgangs- og áhugaleysi


Spurning:

Þunglyndur eða það sem ég held að ég sé ég er 17 ára og mér er búin að líða hörmulega í 2-3 ár og ég sé bara eingan tilgáng í að lifa, hef ekkert áhugamál sem ég næ að halda mér við .. verð fljót leiður á öllu sem ég geri, hætti í skólanum fyrir stuttu af því að ég sá eingan tilgang í að vera í honum, veit ekkert hvað mér langar að læra eða verða. Næ rétt svo að halda mér við vinnuna sem er svona 30% af vikuni og 70% af hinu er ég bara hangandi í tölvuni að spila tölvuleik. ég tala alls ekki mikið við vinni mína nema á msn stundum. Tekkur mig svona 2-3 tíma að sofna sofan oftast kl 3-5 svo er ég sofandi í 12-16 tíma ef ég nota ekki vékaraklöku mér líður bara illa, sérstaklega á nóttini tárast stundum af eingri ástæðu. ég hef oft hugsað um að drepa mig en alls ekki gengið það langt hef ekki skorið mig en oft hugsað um það. verð oft piraður ef ég þarf að gera einhver heimilsverk. ég bara neni ekki neinu alls eingu mér langar eiginlega bara að grafa mér holu og loka mér þar inni og sofna þangað til ég dey úr elli. mér vantar hjálp já ég veit en ég er alltof feimin hvað get ég gert ? :S


Svar:

Sæll

Ég vil svara spurningu þinni út frá tvenns konar sjónarmiðum:

1. Tilgangsleysi og áhugaleysi: Mér sýnist þetta vera þunglyndiseinkenni og full ástæða til að leita aðstoðar. Þú getur byrjað á því að ræða við námsráðgjafann í skólanum m.a. út frá því að velja þér fög á næstu önn og fá aðstoð. Það er líka ástæða til að koma þér í nánari greiningu og meðferð hjá sálfræðingi eða geðlækni. Hugsanlega getur þú byrjað að fara til heimilislæknis, það er sálfræðiaðstoð á sumum heilsugæslustöðvum. Eins og vinnumarkaðurinn er í dag er skynsamlegt að ljúka framhaldsskólanámi til þess að hafa meiri möguleika á störfum. Þú þarft líka að taka mið af vinnunni hvað er hæfilegt að vera í miklu námi með vinnu, en námsráðgjafinn í skólanum getur leiðbeint þér með það.

2. Ef þú ert að biðja um hjálp, vegna eigin sálfsmorðshugleiðinga. Þá er svar mitt svona:

Það er mikilvægt að muna eftir að skoða málin út frá fleiri en einu sjónarhorni, en þegar menn eru í sjálfsmorðshugleiðingum er oft hætt við að hrapa að ályktunum. Það gleymist oft að líta á fleiri möguleika. Alls konar vandi sem vex okkur í augum getur verið yfirstíganlegur eða við getum valið aðra leið fram hjá hindrunum. Á döprum stundum er stundum eins og við séum með bundið fyrir augun, sjáum ekki möguleikana heldur bara erfiðleikana.
Ég vildi líka benda þér á að öll erum við fyrirmyndir, t.d. yngri systkina eða frændsystkina og vina. Ef þú drepur þig þá er aðeins meiri hætta á að þeir sem hafa þig sem fyrirmynd geri það líka. Það er ótrúlega mikil sorg og sektarkennd sem situr eftir hjá ástvinum þeirra sem fyrirfara sér, það er alveg klárt mál að þú gerir þeim ekki neinn "greiða".

Hér er mikilvægast að leita sér sérfræðiaðstoðar, geðlæknir eða sálfræðingur, en þú getur líka byrjað á að tala við heimilislækninn.
Sem betur fer hafa margir sem hafa reynt að fyrirfara sér - en ekki tekist- fundið hamingjuna síðar og hugsa með hryllingi, "hvað ef mér hefði ekki verið bjargað". Já, í þeim tilvikum hafa menn áttað sig síðar á því sem þeir hefði misst af ef....

Eg bið þig endilega að velja lífið, lífsbaráttan getur verið erfið, ekki endalaust sólskin, miklu frekar skin og skúrir. Það er aðalatriðið að hugsa í tækifærum og lausnum frekar en út frá ógnunum og vandamálum. Mistök eru til þess að læra af, nema þau sem binda enda á líf okkar.

Veldu lífið og stefnu að því að halda áfram í skóla.

Með baráttukveðjum
Jón Sigurður Karlsson
sálfræðingur

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.