Annađ / Spurt og svarađ

Stimpill??


Spurning:

Stimplaður geðklofi? Ég er 22 ára gamall og orðinn alveg öruggur á því að ég sé með geðklofa á einhverju stigi. Er búinn að vera á leiðinni til geðlæknis í svona ár en aldrei farið vegna þess að inn á milli líður mér eins og ekkert sé að mér. En nú ætla ég að láta greina mig og fá einhvað við þessu, og er ég þá ekki orðinn merktur sem geðklofi í kerfinu? Hvaða áhrif hefur þessi stimpill, fer hann aldrei og hverjir eru það sem fá að vita af þessum stimpli? Og er einhvað sem manni er bannað að gera þegar maður er orðinn stimplaður með svona geðvandamál?


Svar:

Sæll

Þetta er stór spurning. Það er eitthvað til í því að aðrir hafi neikvæðar hugmyndir um geðsjúkdóma og þar af leiðandi vilja flestir að greiningar á slíkum vandamálum séu trúnaðarmál. Annað sjónarmiðið er að sjúkdómar sé ekki neitt til að skammast sín fyrir. Mér sýnist að þetta með hugsanlega fordóma vegi þyngra. Ef þú ferð til geðlæknis þá er hann bundinn trúnaði. Ef geðlæknirinn er sjálfstætt starfandi þá vita líklega færri um að þú hafir komið til hans/hennar en ef þetta er á göngudeild á sjúkrahúsi. Þetta er í sjálfu sér ekki neinn "stimpill" nema í huga okkar og annarra. Það er mikilvægt að treysta á trúnað geðlækna og sálfræðinga og leita aðstoðar frekar en að láta óttann við stimplun koma í veg fyrir hjálp.

Í öðru lagi vil ég ráðleggja þér að drífa þig í greiningu frekar en að láta óvissuna angra þig.  Það er hugsanlegt að þú hrapir að ályktunum varðandi eigin greiningu.

Með baráttukveðjum

Jón Sigurður Karlsson
sálfræðingur

 

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.