Ţunglyndi / Spurt og svarađ

Dáleiđsla og hugleiđsla


Spurning:

Er raunhæft að notast við dáleiðslu sem meðferð á þunglyndi og er dáleiðsla stunduð á íslandi?


Svar:

Sæll

Það eru til betri aðferðir í meðferð á þunglyndi. Margir sálfræðingar kunna dáleiðslu, en það er spurning hvort hún sé mikið notuð í dag.
Það má segja að ýmis form hugleiðslu séu frekar notuð sem hluti af meðferð en dáleiðsla. Það á t.d. við í vissri gerð af hugrænni atferlismeðferð. (Mindfulness Based Cognitive Therapy). Einnig getur slökun verið hluti af meðferðinni.

Það er hugsanlegt að dáleiðslan sé með einhvern dularfullan blæ og veki þess vegna forvitni.
Ef þú ert að athuga með þunglyndi þá er skynsamlegt að leita eftir greiningu hjá sálfræðingi eða geðlækni. Greiningin mundi segja til það hvers konar meðferð kemur til greina.

Með baráttukveðjum
Jón Sigurður Karlsson
sálfræðingur 


 

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.