Tilfinningar / Spurt og svarađ

Ein greining eđa fleiri?


Spurning:

Er hægt að þjást af bæði geðklofa og anti-social personality disorder? Fer anti-social personality disorder einhvern tíman saman við anxiety disorders? Afsakið illa þekkingu mína á íslenskum heitum þessara sjúkdóma


Svar:

Sæl(l)

Það er fræðilega mögulegt að vera með fleiri en eina röskun. Það er hægt að vera með persónuleikaröskun auk þess að greinast með t.d. þunglyndi. Enska orðið yfir þetta er comorbidity. Geðklofi og Anti-social personality disorder, önnur greiningin er oftast nægileg. Það er satt að segja ekkert að finna um Geðklofa sem frumröskun og Anti-social personanlity disorder sem fylgiröskun á þeim stöðum sem ég leitaði. Ef ein greining nær að lýsa ástandinu þá er það látið duga, einkenni geðklofa og persónuleikaraskana geta skarast en þá er oftast stuðst við þá greiningu sem skýrir mest.

Vona að þetta svar dugi, eða vísi þér veginn til frekari athugana.

Með baráttukveðjum

Jón Sigurður Karlsson
sálfræðingur

 

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.