Sambönd / Taktu próf / Spurningar

Til baka

Er ég kynlífsfíkill?
Kynlífsfíkn einkennist af áráttukenndum kynferðislegum hugsunum og gjörðum. Eins og aðrar fíknir er kynlífsfíkn ástand sem fer stigversnandi og um leið aukast neikvæð áhrif á líf fíkilsins og hans nánustu. Með tímanum þarf fíkillinn meira og meira af "fíkniefninu" sínu til að fá sama kikkið. Svaraðu eftirfarandi fullyrðingum til að athuga hvort þú sért kynlífsfíkill

Merktu við hvernig eftirfarandi fullyrðingar eiga við þig.

 • Ég stunda meira kynlíf og með fleiri kynlífsfélögum en ég ætla mér
  • Satt
  • Ósatt
 • Ég hugsa stöðugt um kynlíf, ég reyni oft að draga úr kynlífshugsunum eða að hætta þeim
  • Satt
  • Ósatt
 • Mig langar stöðugt í kynferðislegar athafnir (sjálfsfróun eða kynlíf með öðrum) og hef gert árangurslausar tilraunir til að takmarka kynferðislega virkni mína
  • Satt
  • Ósatt
 • Kynferðislegar hugsanir mínar og athafnir trufla daglegt líf mitt
  • Satt
  • Ósatt
 • Ég eyði miklum tíma í kynlífstengdar athafnir, s.s. að leita að bólfélögum eða klámefni á Netinu
  • Satt
  • Ósatt
 • Ég vanræki skyldur mínar (eins og atvinnu, skóla eða fjölskyldu) vegna leitar minnar að kynlífi
  • Satt
  • Ósatt
 • Ég tek aftur og aftur þátt í kynferðislegum athöfnum þrátt fyrir alvarlegar neikvæðar afleiðingar, s.s. fyrir sambönd mín við aðra eða heilsu mína
  • Satt
  • Ósatt
 • Ég þarf stöðugt meira og enn meira kynlíf til að fá kikkið út úr því, t.d. með fleiri klukkustundim á Netinu, lengri tími á kynlífssímalínum eða fleiri kynlífsfélaga
  • Satt
  • Ósatt
 • Ég pirrast ef mér tekst ekki að stunda kynlíf eða eitthvað kynlífstengt eins mikið og mig langar til
  • Satt
  • Ósatt


Prentvæn útgáfa 

Skoðanakönnun

Hefur úlit líkama þíns mikil áhrif á hvernig þér líður með sjálfa/n þig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráðu þig á póstlista persona.is til að fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíðinni.