Sálfræðistofa Persona.is

Eyjólfur Örn Jónsson

Eyjólfur Örn lauk meistaragráðu í sálfræði frá Háskólanum í Árósum árið 2005.  Í náminu starfaði Eyjólfur með ungu fólki í Danmörku og þegar að hann kom aftur til Íslands haustið 2005 hóf hann störf á eigin stofu hjá sálfræðistofum Persona.is.  Í nokkur ár sá hann einnig um að skrifa greinar fyrir Persona.is og Fréttablaðið um ýmis sálfræðitengd efni og um stutt skeið sá hann um ritstjórn Persona.is vefsins.  Eyjólfur kenndi eitt ár við Kennaraháskóla Íslands um Áhættuhegðun unglinga og forvarnir og hefur á síðustu árum eftir sameiningu skólanna tekið þátt í kennslu um sama efni við Háskóla Íslands.  Frá útskrift hefur Eyjólfur flutt fjölda fyrirlestra um land allt um hin ýmsu efni.  Fljótlega eftir útskrift fór Eyjólfur að sérhæfa sig í að vinna með vandamál er tengdust internetinu með einum eða öðrum hætti.  Samhliða því hóf Eyjólfur að flytja fyrirlestra um ofnotkun netsins fyrir foreldra, börn og fagfólk til þess að vekja athygli á ört vaxandi vandamáli.

1796700 512116508905143 140974296 n 768x511 - Anorexia, meðferð og batahorfur

Menntun

books 690219 1920 1024x576 - Anorexia, meðferð og batahorfur

2006-2008 Sérmenntun í Hugrænni Atferlismeðferð hjá Endurmenntun Háskóla Íslands
2003-2005 Árósarháskóli, Sálfræðideild, Cand.Psych.
1999-2003 Háskóli Íslands, Sálfræðideild, BA.

Starfsferill

consulting 2204253 1920 1024x683 - Anorexia, meðferð og batahorfur

2007 Hóf stundakennslu við Kennaraháskóla Íslands

2006 Flutti stofu í húsnæði Persona.is

2006 Samdi við CNS Vital Signs um þýðingu og fyrirlögn hugræns prófabatterís og hóf að framkvæma hugrænar greiningar

2006 Flutti stofu í Meðferðar og fræðslusetur Forvarna.ehf

2005 Hóf að svara fyrirspurnum og skrifa fréttir fyrir Persona.is

2005 Umsjón með hópameðferð við spilafíkn á vegum SÁS

2005 Opnaði eigin stofu

2004 Studenterrådgivningen i Århus

Ritskrá

writing 1209121 1920 1024x769 - Anorexia, meðferð og batahorfur
 • Crisis Psychology – The history and development of crisis intervention: A review of its effectiveness and a survey of its status in Denmark
 •  
 • Ásamt Halli Guðjónssyni
 • Undir leiðsögn prófessors Ask Elklit
 • Lokaverkefni í Cand.Psych námi
 • 2005, Århus Universitet
 • Occupational Stress among correctional officers.
 • Lokaverkefni í Vinnusálfræði
 • 2004, Århus Universitet
 • Vímuefnaneysla, persónuleikaeinkenni, ofbeldis- og afbrotahegðun framhaldsskólanema.
 • Lokaritgerð við Háskóla Íslands
 • Undir leiðsögn Jóns Friðriks Sigurðssonar
 • 2003, Háskóli Íslands
 • Raðmorð og íslenskur raunveruleiki
 • Lokaverkefni í Afbrotafræði
 • 2000, Háskóli Íslands

Hafðu samband til að panta tíma

Eyjólfur Örn Jónsson