Samskipti / Fréttir

16.10.2007

Smábarnatal apa

Rhesus-apar virðast hafa samskipti við ungviði sín með samskonar hætti og mannfólkið notar “smábarnatal” til að ná athygli ungabarna.

Rannsókn sem Dario Maestripieri aðstoðarprófessor framkvæmdi á eyju við Puerto Rico, leiddi í ljós að kvenaparnir gáfu frá sér hljóð sem voru með hærri tíðni og “sönglandi” þegar ungviði voru nálægt.

Þessi hljóð virtust hafa þann tilgang að ná athygli ungu apana og hvetja þá áfram. Einnig virtist þetta hafa jákvæð áhrif á samskipti ef apamæður voru saman með ungviði sín. Rannsóknina má finna í nýjasta tölublaði Ethology ritsins.

sje


Til baka


 


© Copyright 2004, Persóna.is. Allur réttur áskilinn.