Fíkn / Spurt og svarađ

Kćrastinn alkóhólisti


Spurning:

Ég veit ekki hvar ég á að byrja. Kærastinn minn er virkur alki og er nýfarinn í meðferð. Við erum trúlofuð og bráðum búin að vera saman í eitt ár. Allavega þá eru foreldrar mínir rosa á móti honum, sérstaklega mamma. Hún dæmir hann og gagnrýnir endalaust. Ok hann hefur gert sín mistök í lífinu eins og margir og sér eflaust eftir því. Ég er orðin rosa meðvirk og líður ekki alltaf vel en ég elska kærastann minn og vil að við fáum frið. Hvað er hægt að gera í þessu öllu. Ég vil ekki missa hann, hann né fjölskyldu mína. Ég hef logið í foreldra mína og þau eru rosa reið við mig en mér finnst þetta bitna á mér og eins og ég eigi alla sökina.

 

Ein sem vantar hjálp og góð ráð.

 


Svar:

Sæl.

 

Já, það er erfitt að vera milli steins og sleggju. Annarsvegar að halda fjölskyldunni góðri og hinsvegar að standa með ástinni. Mér er samt sem áður spurn, hvað vilt þú? Þú segist vera orðin meðvirk, sem er ekki gott. Það er slæmt að vera í þeirri stöðu að vera í sambandi með virkum alkóhólista og reyna að halda í mörkin á þínu eigin heimili en geta svo ekki leitað til fjölskyldunnar eftir stuðningi þegar brotið er á þér heldur þvert á móti að verja stöðuna.

 

Þú þarft að endurskoða þín mörk, hver er ásættanleg hegðun hjá honum og minna sjálfa þig á þau reglulega t.d. fara á aðstandendafundi og heyra þannig að þú stendur ekki ein. Þessi mörk (samskiptareglur/heimilisvenjur) geta nefnilega auðveldlega skolast til eftir því sem tíminn líður þannig að þú kippir þér ekki upp við eitthvað í dag sem hefði kostað sambandsslit áður fyrr. Taktu ákvörðun um það núna meðan hann er í burtu hversu langt þú ætlar að leyfa þessu að ganga. Taktu ákvörðun um það hvað þarf að gerast til að þú hættir sambandinu. Muntu t.d. hætta með honum ef hann fellur aftur?

 

Sért þú sátt við þessa stöðu og vilt berjast fyrir sambandinu er sjálfsagt að setjast niður með foreldrunum og gera þeim grein fyrir því að þetta er þitt val og þau geta valið að virða það og styðja ykkur bæði eða haldið áfram þessu samskiptamynstri sem augljóslega er að færa ykkur í burtu frá hvert öðru.

 

Það er alveg ljóst að þessi andstaða foreldra þinna er vegna ótta um þig. Þau hræðast að sambandið sé að brjóta þig niður og vilja því aðeins vel, trúi ég. Sjáðu til hvernig gengur eftir að hann kemur úr meðferð. Nái hann að halda sér þurrum og þið hafið góð áhrif á hvort annað þá munu þau sjá það og óttinn um þig minnkar. Finnst þér ekki ólíklegt að ef þið blómstrið bæði í sambandinu að þau yrðu samt sem áður á móti því?

 

 

Gangi þér vel.

 

Sóley

Til baka


Svör viđ öđrum spurningum 


© Copyright 2004, Persóna.is. Allur réttur áskilinn.