Ţunglyndi / Spurt og svarađ

Kvíđi og depurđ?


Spurning:

Hæ Ég er 16 ára stelpa og það er frekar stutt í þráðinn hjá mér , að ég fari að gráta, verð pirruð, leið og fl. Það má varla segja neitt við mig áður en ég fer að háskjæla, en vandamálið er að ég á kærasta sem ég elska útaf lífinu og hann hefur hjálpað mér alveg ótrúlega, en það er málið að ég er að seta svo mikkla pressu á hann, græt alltof mikið og þarf að vita hvar hann er bara hvenær semer og hver hann fer , ef ég veit ekki hvar hann er þá fer ég í panic og er grátandi í meira en hálftíma og þegar ég næ í hann verð ég ofsapirruð að hann lét mig ekki vita. Og þá verður hann pirraður af vittleisuni í mér og ég fer að gráta bara enn meira og verð máttlaus og orkulaus.. Ég þarf virkilega hjálp hvernig ég get losnað við þetta óþarfa kvíða og panic , svo ég missi ekki kærasta minn í þessa vittleisu :( þvi hann er eina sem heldur mér uppi :/ og líka fæ oft panic köst í skólanum , græt oft á morgnana þegar ég vakna og þarf að fara í skólann , sef lítið og er mest leiti bara döpur og leið.


Svar:

 

Sæl

Miðað við þá líðan sem þú lýsir  - stuttur þráður, grátgirni, pirringur, depurð, áhyggjur og kvíðaköst - finnst mér líklegt að þú glímir við kvíða og/eða depurð. Það gæti verið gott ráð fyrir þig að leita þér aðstoðar hjá fagaðila (heimilislækni, geðlækni, sálfræðingi), í ljósi þess að vanlíðan þín virðist vera farin að há þér verulega. Þannig getið þið í sameiningu greint vandann betur og fundið leiðir til að bæta ástandið.

Gott er að hafa í huga að það að ná bata og betri líðan er fyrst og fremst eitthvað sem þú ættir að gera fyrir sjálfa sig og líta á sem eins konar fjárfestingu til framtíðar. Það að þér líði vel hefur síðan jákvæð áhrif á samskipti þín við þitt samferðarfólk, t.d. kærastann.

Á www.persona.is er fjöldi greina um kvíða og depurð sem gæti verið fróðlegt fyrir þig að kíkja á.

Bestu kveðjur og gangi þér vel,

Árný Ingvarsdóttir, sálfræðingur.

 

 

Til baka


Svör viđ öđrum spurningum 


© Copyright 2004, Persóna.is. Allur réttur áskilinn.