Tvær nýjar rannsóknir gefa sterklega til kynna að foreldrar sem rífast fyrir framan börnin sín, skapa oft mjög slæma líðan sem og svefntruflanir hjá börnum sínum. Rannsóknirnar sýndu líka fram á að jafnvel þó foreldrar rífist frekar lítið og eða reyni að fela rifrildin þá hefur það samt áhrif á líðan barnanna. Foreldrar sem notuðu þá aðferð að þegja þegar þau urðu reið ýttu líka undir vanlíðan hjá börnum, þar sem börnin urðu þess alltaf vör og fóru að finna fyrir kvíða og vanlíðan.
Prófessorinn Patrick T. Davis sem stjórnaði annarri rannsókninni segir; “krakkarnir í rannsókninni áttu mjög auðvelt með að átta sig á því ef foreldrar þeirra voru ekki sáttir við hvort annað. Þegar börnin voru síðan spurð hvernig þeim liði þá kom í ljós að þau voru að upplifa mikin ótta og reið, samhliða sorg”.
Síðastliðin ár hafa sálfræðingar rannsakað hvernig samskifti foreldra hafa áhrif á líðan barna sinna með það að leiðarljósi að reyna að finna hvenær ósamlyndið þeirra á milli fer að valda miklum erfiðleikum í lífi barnanna.
Ein af þessum rannsóknum var gerð á svefni barna. 54 börn á aldrinum 8-9 ára voru spurð út í fjölskyldulífið og hvernig þeim almennt leið. Þau fengu síðan sér útbúið úr sem fylgist með svefni þeirra og skráði niður hvernig þau sváfu.
Niðurstöðurnar sýna svart á hvítu að rifrildri og ósamkomulag foreldra þar sem reiði er tjáð og foreldranir setja út á hvort annað getur haft mikil áhrif á svefn barnanna.
Rannsóknin sýndi að börn missa að jafnaði um 30 mínútur af svefni á nóttu þegar þau búa við samskifti þar sem rifrildri foreldra mundu flokkast undir að vera um “miðlungs” mikil.
Önnur rannsókn athugaði hversu mörg rifrildi þyrfti til að láta barna líða illa. Niðurstöðurnar sýndu að jafnvel “venjulegir” foreldrar sem rifust stundum og áttu til að setja út á hvort annað sköpuðu slæma líðan hjá börnunum. Það sem einnig kom fram var að börn aðlagast ekki rifrildum foreldra sinna heldur heldur þeim áfram að líða illa.
En hvað er þá til ráða þar sem allir þurfa að rífast einstaka sinnum? Mikilvægt er að rífast ekki fyrir framan börnin eða gefa til kynna að ósætti sé í gangi er haft eftir Prófesssor Davis. Mikilvægt er fyrir foreldra að læra að leysa úr erfiðleikum og að ef um vandamál er að ræða í fjölskyldunni þá er um að gera að leysa það á opinn hátt með þátttöku barnanna.
Rannsóknin byrtist í Janúar/Febrúar hefti tímaritsins Child Development, árg.2006.