Ţunglyndi / Fréttir

25.01.2009

Mismunun foreldra ekki svo slćm?

Það er afar algengt að fólk upplifi að foreldrar þeirra sýni systkinum þeirra meiri athygli og ástúð.  Margir ganga jafnvel svo langt að kenna þessu um ýmis vandamál sem þeir ganga í gegnum á seinni árum. 


Niðurstöður nýrrar rannsóknar við Temple háskóla sýna að þetta er í raun þveröfugt.  Rannsakendur komust að því að upplifaður kali frá foreldrum á yngri árum tengdist ekki slæmum reynslum á seinni árum á neinn hátt. 


Eldri rannsóknir bentu til þess að uppeldisaðferðir foreldra hefðu talsverð áhrif á líf og vellíðan fólks síðar meir.  Niðurstöður þessarar rannsóknar sýndu hins vegar að þátttakendur sem upplifðu að þeim hefði verið mismunað af foreldrum sínum voru alveg jafn ánægðir og aðrir þátttakendur.


Niðurstöðurnar sýndu að glaðar minningar juku ánægju fólks á efri árum og leiddu í ljós að fólk sem hafði gifst og/eða átti sjálft börn mundi jákvæðar eftir æsku sinni.  Niðurstöðurnar virðast því benda til þess að það sé ekki hvað gerðist í fortíðinni sem skiptir máli heldur hvernig við munum eftir því.

EÖJ


Til baka


Prentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.