Ţunglyndi / Fréttir

13.01.2009

Stúlkur líklegri til ađ vera fórnarlömb eineltis lengur

Niðurstöður nýrrar rannsóknar frá háskólunum í Warwick og Hertfordshire sýnir að stúlkur sem verða fórnarlömb eineltis eru rúmlega tvöfallt líklegri til að halda áfram að vera fórnarlömb. Rannsóknin sem tók rúm 5 ár sýndi að stúlkur sem voru fórnarlömb eineltis við sex ára aldur voru mjög líklegar til að vera enn fórnarlömb við tíu ára aldur.  

Rannsóknin sýndi einnig hvernig einelti breytist úr líkamlegu ofbeldi í félagslegt ofbeldi með aldrinum og kannaði hvernig metorðastigi barna virkar.  Rannsakendurnir segja að niðurstöðurnar bendi til að sérfræðingar innan skólakerfisins ættu að vera sérstaklega á varðbergi fyrir líkamlegum og félagslegum erfiðleikum nemenda þar sem þeir geti orsakað að barn verði fyrir einelti og niðurstöðurnar bendi til þess að þegar þau verði fórnarlömb geti það háð þeim um langan tíma. 

 

EÖJ


Til baka


Prentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.