Ţunglyndi / Fréttir

05.09.2008

Foreldrar hafa áhyggjur af geđheilsu barna sinna

Foreldrar um það bil 15% skólabarna ræddu við skóla- eða heilbrigðisstarfsfólk um geðheilsu barna sinna síðastliðið ár samkvæmt bandarískri könnun. Könnunin er sú eina sinnar tegundar sem hefur verið gerð og því er enginn samanburður til að sjá hvort foreldrar hafa í auknum mæli áhyggjur af geðheilsu barna sinna en rannsakendum fannst þessi tala engu að síður há.

Það er algengara að foreldrar hafi áhyggjur af geðheilsu drengja en stúlkna en foreldrar fimmta hvers drengs hafa þessar áhyggjur en foreldrar tíundu hverrar stúlku höfðu sambærilegar áhyggjur.

Sérfræðingar eru ekki á einu máli um hvort þetta sé góð þróun eða ekki. Sumum finnst það jákvætt að foreldrar ræði áhyggjur sínar og segja að það bendi til þess að foreldrar þekki nú betur einkenni geðraskana eins og kvíða og þunglyndis og einkenni athyglisbrests og ofvirkni. Aðrir segja að þessar áhyggjur foreldranna bendi til þess að sífellt sé ætlast til meira af börnum og að alls konar hegðun sem teljist ekki innan „eðlilegra“ marka sé ekki liðin.

Gögnin eru tekin saman frá 17.000 foreldrum með börn á aldrinum fjögurra til sautján ára og könnunin gerð á árunum 2005 og 2006. Það kom ennfremur í ljós að 5% barnanna höfðu fengið lyf, aðallega vegna athyglisbrests með ofvirkni og önnur 5% fengu annars konar meðferð, til dæmis samtalsmeðferð eða samtalsmeðferð með lyfjum.

Psycport.com
ESB

 


Til baka


Prentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.