Geđsjúkdómar / Fréttir

28.07.2008

Aukiđ jafnrćđi?

Frétt af heimasíðu Ameríska sálfræðingafélagsins 25.júli 2008

Úrbætur í almannatryggingum í USA.

Sama greiðsluþátttaka við geðræna vandamál og líkamleg

Báðar deildir Bandaríkjaþings afgreiddu nýlega breytingar á lögum um almannatryggingar (Medicare). Breytingin felst m.a. í því að greiðsluþátttaka sjúklinga vegna þjónustu í sambandi við geðraskanir lækkar í áföngum úr 50% í 20%, verður það sama og þegar um önnur heilsuvandamál er að ræða. Það var mikil eining um þessar breytingar því mikill meiri hluti samþykkti frumvarpið í annað sinn eftir að George W Bush forseti beitti neitunarvaldi.

Þetta þýðir að fleiri hafa efni á að leita til geðlækna og sálfræðinga eftir því sem greiðsluhlutfall sjúklinga lækkar. Hlutfallið lækkar í 45% 2010, í 2012 í 40% og verður 20% árið 2014.

Fréttaskýring:

Medicare er sjúkratryggingakerfi á vegum alríkisins fyrir 65 ára og eldri. Auk þess er annað kerfi, Medicaid sem rekið er í sameiningu af alríkinu og einstökum fylkjum Bandaríkjanna. Medicaid er fyrir fátækt fólk sem uppfyllir ákveðin skilyrði. Þeir sem eru í vinnu eru yfirleitt sjúkratryggðir hjá einkareknum sjúkratryggingfélögum, oft greiðir atvinnurekandinn hluta af iðgjaldinu.

Þessi þróun er árangur baráttu fyrir auknu jafnræði. Ameríska geðlæknafélagið og sálfræðingafélagið hafa lengi barist fyrir þessu ásamt ýmsum öðrum hópum. Að sjálsögðu er hollt að muna að líkamleg vandamál og geðræn eru tvær hliðar á sama máli, meira og minna samtvinnuð enda þótt við getum nálgast þau úr ýmsum áttum.

Hvernig tengist þetta okkar heilbrigðiskerfi? Við höfum leitað meira til hinna Norðurlandanna eftir fyrirmyndum í almannatryggingum þannig að okkar kerfi er ólíkt því bandaríska. Er þetta vísbending um meiri félagshyggju fyrir westan?

JSK


Til baka


Prentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.