Börn/Unglingar / Fréttir

29.06.2008

Mögulegur járnskortur og ADHD

Um það bil 8% barna í Bandaríkjunum á aldrinum 4ra ára og undir eru of lág í járni.  13 % barna á aldrinum 5 til 12 ára  eru með járnskort og 8% af fólki yfir 15 ára.  Blóðleysi er þekktasta orsök járnskorts og minnsti skortur getur valdið því að ónæmiskerfið verður veikara, hefur áhrif á Skjaldkirtil og getur haft áhrif á líkamlegagetu.  Járnskortur hefur einnig verið nefndur í sambandi við taugaraskanir eins og  ADHD.  Einnig hefur verið talað um tengsl við lærdómserfiðleika.  
Járn er nauðsynlegt fyrir sum boðefna td  dópamín, sem aftur getur verið orsökin á taugaröskunum. Það getur því verið rökrétt að skortur á járni geti aukið taugalíffræðileg vandamál hjá börnum með ADHD.  Því miður hafa fáar rannsóknir verið gerðar á áhrifum þess að gefa börnum með ADHD járn.

Ein rannsókn var gerð í Ísrael á áhrifum járngjafar í stuttan tíma á 14 drengi með ADHD.  Hver drengur fékk járn daglega í 30 daga.  Bæði foreldrar og kennarar skráðu niður hegðun drengjanna.  Foreldrarnir fundu umtalsverða breytingu en kennarnir ekki.  
Í annarri rannsókn þá var 33 eðlilegum börnum með járnskort gefið járn og urðu börnin mun rólegri.  Þessi rannsóknir leiddi líkur að því að járnskortur gæti valdið ofvirkni í sumum börnum og með því að gefa járn þá væri hægt að snúa við virkninni.
Þriðja rannsóknin sýndi áhrif járnsbætiefnis á hóp af unglingsstúlkum sem voru með járnskort.  Eftir 8 vikna rannsókn komust vísindamennirnir að því að stúlkurnar sem vengu járn stóðu sig betur í munnlegum svörum og minnisprófum en hin sem ekki fengu járn.
Þetta er eiginlega allt sem er vitað.  Það er ekki mikið en mjög athyglisvert.  Því miður var engin af þessum rannsóknum tvíblind og er því ekki hægt að treysta eins vel á þær
Ef að grunur er um að börn, unglingar og fullorðnir með ADHD séu of lág í járni þá er þess virði að fara til læknis og láta rannsaka blóðið svo hægt væri að gefa járn í framhaldinu.  Það virðist vera að börn með ADHD séu líklegri en önnur börn til að vera með lítið járn.  Það getur líka verið að barnið sé með nóg af járn í blóði en það getur líka bent til að börn með ADHD þurfi ef til vill meira járn en önnur.  
Skoðið fæðuna sem barnið fær og lagfærið fæðuvalið með tilliti til vítamína í fæðunni.   

ATHUGIÐ:  Aldrei á að gefa eða taka járn nema að fara fyrst í blóðprufu til að athuga járnstöðuna.  Ofmikið járn getur skemmt vefi og ef til vill valdið taugafræðilegum sjúkdómum.  
Til baka


Prentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.