Geđsjúkdómar / Fréttir

26.11.2007

Óvíst um árangur dagljósameđferđar viđ skammdegisţunglyndi

Dagljósameðferð verður sífellt algengari sem meðferð við skammdegisþunglyndi en það hefur aldrei verið sýnt fram á með ótvíræðum hætti að meðferðin sé gagnleg og ennþá er litið svo á að hún sé á tilraunastigi. Þetta segir Janis L. Anderson sem stýrir deild við Brigham spítala þar sem fólki með skammdegisþunglyndi er hjálpað.
Það er talið að um það bil tíu milljónir Bandaríkjamanna þjáist af skammdegisþunglyndi sem getur dregið mikið úr lífsgæðum fólks. Dagljósameðferð er algengasta meðferðin við skammdegsiþunglyndi og felur í sér að fólk sest daglega við lampa sem gefur frá sér ljós sem er eins og dagsbirta. Fólk þarf að horfa í ljósið og þá á það að hafa áhrif á líkamsklukkuna og ýmis taugaboðefni sem hafa áhrif á skap fólks.
Einnig er hægt að kaupa þessi ljós til að nota í vinnu eða heima. En Janis L. Anderson segir að fólk þurfi að hafa varan á og að fjárfesta í slíku ljósi geti verið peningaeyðsla þar sem mörg ólík ljós séu á markaðnum og alls óvíst að þau hafi þau áhrif sem lofað hefur verið.

Psycport.com
ESB

 


Til baka


Prentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.