Geđsjúkdómar / Fréttir

03.11.2007

Ađ lesa „skilabođ“ úr hávađa gćti veriđ eitt af fyrstu einkennum geđklofa

Samkvæmt rannskókn sem gerð var við Yale School of Medicine þá gæti það verið merki um að einkenni geðklofa væru að byrja ef fólk les einhvers konar skilaboð úr hávaða.
Í rannsókninni sem birtist í British Journal of Psychiatry kom fram að 43 þátttakendur sem höfðu verið greindir með einkenni sem gætu verið byrjandi einkenni geðrofs, til dæmis að draga sig í hlé frá félagslegum athöfnum, vægar breytingar á skynjun eða mistúlkun á vísbendingum frá umhverfi sínu.
Þátttakendur í rannsókninni voru ýmist látnir taka geðrofslyfið olanzapine eða lyfleysu og einkenni geðrofst og taugasálfræðileg starfsemi voru svo metin í allt að tvö ár.
Á meðan á „babl-prófinu“ stóð hlustuðu þátttakendur með heyrnartólum á upptökur sex radda sem lásu hlutlaus skilaboð sem urðu svo til óskiljanleg. Þátttakendur voru beðnir að endurtaka öll þau orð eða setningar sem þau heyrðu. Einungis fjögur orð voru endurtekin þannig að þau mætti skilja. Orðin fjögur voru „aukning“, „börn“, „A-OK“ og „repúblikani“.
Það kom í ljós að 80% þeirra þátttakenda sem „heyrðu“ orðasambönd með fjórum eða fleirum orðum byrjuðu að fá einkenni sjúkdóms líkum geðklofa þegar þeir tóku ekki olanzapine segir Ralph Hoffman sem var í forsvari fyrir rannsóknina. Einungis 6% þeirra þátttakenda í rannsókninni sem „heyrðu“ orðasambönd sem voru þrjú orð eða styttri byrjuðu að fá einkenni sjúkdóms líkum geðklofa meðan á rannsókninni stóð og þeir tóku ekki olanzapine.
Tilhneiging til að lesa skilaboð út úr upplýsingum þar sem engin merking er fyrir hendi getur með tímanum búið til einhvers konar kerfi sem byggt er á óraunveruleika og sem getur komið af stað fyrstu tímabilum geðrofs í geðklofa og öðrum skyldum sjúkdómum segir Hoffman.
Hann segir ennfremur að vegna þess hversu fáir þáttakendur voru í rannsókninni þurfi að skoða þetta frekar. En ef niðurstöður verða staðfestar geta þær lagt til ódýrt skimunartæki til að finna þá sem hafa einkenni byrjandi geðklofa og sem gætu notið góðs af lyfjameðferð.

Psycport.com
ESB

 


Til baka


Prentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.