Greinar

Íkveikjućđi

Íkveikjuæði (pyromania) er vandamál þar sem einstaklingar upplifa mikla löngun til að horfa á eld og kveikja í. Þetta vandamál svipar mjög til spilafíknar/spilaáráttu og stelsýki. Íkveikjuæðið virðist þó vera töluvert frábrugðið hinum vandamálunum að því leyti að það er algengara að þeir sem kveikja í skipuleggi íkveikjuna töluvert fyrirfram. Þessir einstaklingar hafa gífurlegan áhuga fyrir öllu sem tengist eldi, eins og t.d. eldsvoðum, brunakerfum ýmisskonar, slökkvistöðvum og slökkviliðsbílum, og reyna þá gjarnan að fylgjast með eldsvoðum, og auðvitað það sem hættulegt er - upplifa mikla löngun til að kveikja í. Þegar þeir síðan kveikja í finna þeir fyrir mikilli vellíðan eða spennulosun. Endurtekin íkveikja leiðir síðan til aukinnar löngunar eða þarfar að kveikja aftur í, líkt og í vandamálum sem tengjast áráttu eða fíkn. Það virðist líka oft vera sem fólk með íkveikjuæði finni ekki fyrir samviskubiti vegna þess skaða sem íkveikjan veldur (fjárhagslegs, tilfinningalegs eða líkamlegs skaða). Flestir þeirra sem þjást af íkveikjuæði eru karlmenn á unglingsaldri eða ungir menn. Ekki er talið að börn sem kveikja í þjást af íkveikjuæði. Börn ganga oft í gegnum tímabil þar sem þau eru heilluð af eld, sem er nokkuð “eðlilegt”, en hinsvegar mikilvægt að halda þessu í skefjum og fræða börn um eld, hvað beri að varast og hvernig við umgöngumst eld. Þegar skoðað er hvað fólk með íkveikjuæði á sameiginlegt, annað en þörfina fyrir að kveikja í, þá sjáum við að margir hverjir hafa frekar lélega félagshæfni og því oft einangraðir og hafa jafnvel sögu annarra erfiðleika eins og lærdómserfiðleika.

Lesa nánar

Ađrar greinar

Áráttukennd kaup
Ađ kljást viđ netfíkn
Kaffi, tóbak, áfengi er hollt !
Yfirlit um vímuefni
Netfíkn

Skođa allar greinar í Fíkn

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.