Það eru mörg svör við þessari spurningu. Aldur er afar afstætt hugtak. Sextugur maður er í sumum þjóðfélögum gamalmenni, í öðrum er hann aðeins á ofanverðum miðjum aldri. Sjálfum getur honum fundist hann vera öldungur eða unglingur. Þar á ofan geta líffæri hans verið að þrotum komin eða brestalaus. Barni finnst hálfþrítugur maður vera kall meðan gamalmenninu finnst sá sami hálfgerður krakki. Öldrun er margþætt ferli og æviárafjöldinn einn og sér segir takmarkaða sögu og er afar grófur mælikvarði á hana.
Lesa nánarNý sænsk rannsókn hefur leitt í ljós að marktækur munur er á því hve mikið og hvað kar...
Lesa nánar