Fíkn / Spurt og svarađ


Spurning:

Jæja, þá er komið að mjög erfiðu vandamál. Mér finnst það vera erfitt, ekki vegna þess að það er alvarlegt, heldur vegna þess að ég er ekki viss hvað vandamálið þetta er. Vil líka biðjast afsökunnar á langri grein en vona þó að það sé hægt að gefa sér smá tíma til að lesa hana og líta á það sem krefjandi verkefni að koma með góð og hnitmiðuð svör. Ég er 21 ára strákur að klára mína seinustu önn í Borgó. Ég flutti frá elskulegri fjölskyldu minni úr sveitinni til Reykjavíkur fyrir einu ári til þess að ljúka sveinsprófinu. Ég bý einn í leiguhúsnæði og fyrir einu og hálfu ári kynntist ég yndislegri stelpu. Við eigum það sameiginlegt að vera í okkar fyrsta sambandi og við erum bæði mjög lokaðir einstaklingar. Við erum ansi smeik með að sýna tilfinningar okkar á almannafæri og t.d tók það okkur mikinn tíma að viðurkenna að við værum saman. Við erum lík að flestu leiti, eigum svipuð áhugamál og með svipaðar skoðanir. Við höfum aldrei hækkað róminn og aldrei rifist og erum nánast alltaf saman. Já, það virðist vera að við séum hönnuð fyrir hvort annað. Stuttu eftir að við byrjuðum saman fór mér að líða illa. Ég var undir miklu álagi (vann með skóla en ég varð að gera það) og mér fannst ég vera einmana, náttúrulega ný fluttur í bæinn og þekkti ekki marga. Svo fór þetta að vinda upp á sig. Mér var farið að líða mjög illa. Það kom ekki til greina að segja mömmu og pabba frá þessu, mér fannst ég hafa fjarlægst þeim við fluttninginn. Bróðir minn, thjaaa, átti ekki nógu gott samband með honum svo eftir stóð kærastan mín. Besti vinur minn. Mér fannst ég ekki á nokkurn hátt geta sagt henni þetta jafnvel þó hún skynjaði þetta (stundum var það bara of augljóst) en ástæðan fyrir því var \"stoltið mitt\". Þegar hún spurði mig / spyr mig hvernig mér líði... segi ég „bara vel“ og það nær ekkert lengra, enda þegar mér líður illa vil ég síst af öllu ræða um það. Kannski er ég líka smá hræddur því ég veit ekki almennilega sjálfur af hverju mér líður svona illa og því tilgangslaust að ræða eitthvað sem ég get ekkert útskýrt. Því hefur enginn hugmynd um þetta nema kærastan mín. Eftir að hafa pælt lengi í þessu (einn) þá finnst mér eins og það megi alltaf rekja vanlíðann minn til kærustunnar. Vil fyrst taka fram að kærastan mín er yndisleg manneskja og alveg ótrúlega vandaður, gáfaður og vel gerður einstaklingur. Mér byrjaði að líða illa eftir að ég kynntist henni og oft þegar mér líður illa er það vegna þess að hún segir eitthvað, svo kann ég ekki við að mótmæla því og smá pirringur umbreytist í ótrúlega neikvæða og erfiða tilfinningu. (jebb, hljómar eins og bældur en veit samt ekki með það). Svo nú er þetta komið á það stig að mig langar jafnvel bara að hætta með henni. Ég hef áður lent í þeirri pælingu. Það sem ég gerði þá var að taka hana upp í bíl og segja henni frá öllu sem ég var að hugsa. Við ræddum þetta smá og mér fannst eins og nú myndi allt batna þar sem hún vissi af þessu. Mér leið vel eftir þetta samtal (gerðist fyrir þremur mánuðum) en svo fór allt að renna í sama horf. Núna stend ég á sama punkti og síðast nema í þetta skipti hef ekki mikinn áhuga á að rífa hana aftur upp í bíl og ræða eitthvað við hana þar sem seinasta skipti skilaði engu. Ég er því mjög nálægt því að hringja í kærustuna mína, besta vinn minn, og segja henni að við séum hætt saman. Ef við hættum saman sé ég fram á tvær atburðarásir 1) Ég á líklega eftir að sjá gríðarlega eftir því að hafa sagt henni upp. 2) Ég finn fyrir ákveðnum létti og mér fer að líður mun betur. Það er hér sem ég er í vandræðum. Hvað á ég að gera? Ég er alveg öruggur á því að núverandi ástand kemur ekki til greina. Mér líður alltof illa til þess. Spurningin er bara, hver er lausin á þessu vandamáli? Ég sé ekki fram á að geta rætt við hana um eitthvað sem ég skil ekki sjálfur. Er ég þunglyndur og tengist þetta á engan hátt kærustunni (þó ég telji að þetta tengist kærustunni)? Ætti ég að segja henni upp þar sem það er ekki þess virði að vera í sambandi sem lætur mann líða svona illa? Gæti sambandsslit gert þetta vandamál verra?


Svar:

Sæll

Mér sýnist góð hugmynd að leita til sálfræðings með þinn vanda. Það er skynsamlegt líta í eiginn barm og taka á (félags)kvíða og depurð frekar en að fara á mis við yndislega stelpu.

Vanlíðan þín er greinilega hamlandi í lífi og starfi. Þess vegna er nauðsyn að leita sérfræðiaðstoðar til að greina vandann betur og taka á honum.

Með baráttukveðjum

Jón Sigurður Karlsson
sálfræðingur

www.persona.is

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.