Fíkn / Spurt og svarađ

Dýrmćt međferđ?


Spurning:

Sæl/l, Ég er 21 ára stelpa og er að öllum líkindum fíkill. Ég er ekki alkólisti, fíkniefnaneytandi, með átröskun eða þá ég með þetta allt saman á einhverjum tíma í lífi mínu. Ég veit ekki hvert ég á að fara til að leita mér hjálpar, smátt og smátt á ári hverju fer eitthvað versnandi en ég virðist aldrei verða nógu veik (eða í því nógu lengi í einu) til að einhver taki eftir eða finnist ég geta leitað mér hjálpar. Ég reykji tóbak, þegar ég hætti að reykja tóbak reykti ég hass í staðin (16-18 ára) og myndaði mér þá áráttu að léttast, ég hætti hassinu, byrjaði aftur að reykja tóbak og drakk/drekk óhóflega, af og á hef ég haft átröskunarkennda hugsun en þegar hún er sem sterkust drekk ég ekki eða lítið. Og ég er í þokkabót mjög meðvirk manneskja. Hef þó aldrei farið undir kjörþyngd (miða við 18,5) en hugsa mjög mikið um þyngdina mína. Ég ákvað sjálf að byggja mig upp (var 50kg) og borða meira, þyngjast (nú 55-56kg og er 163cm), og finn að ég fer þá strax í það að drekka áfengi í staðinn. Það kveikjist og slökkvist á átröskunninni, einn daginn er mér alveg sama þó ég sé 55kg hinn daginn fríka ég út, þó ég sé ekki \"virk\" núna (fríka út en bregst ekki), veit ég ekki hvar ég verð stödd eftir 3 mánuði. Veit ekki hvar ég á að fá hjálp og á ekki efni á dýrum sálfræðingi, ég meika ekki að standa í þessu rugli lengur... vil laga mig fyrir fullt og allt, lifa heilbrigðu lífi. Ég þakka innilega fyrir svarið.


Svar:

Sæl

Þú telur upp margt sem þér finnst vandamál í lífi þínu, án þess að það hafi verið nógu lengi til þess að þú hafir farið í greiningu og/eða meðferð. Það er full ástæða til að gera eitthvað, eins og niðurstaða þín gefur til kynna.

Dýr sálfræðingur: Það er spurning hvað er dýrt, við ættum kannski frekar að spyrja hvort betri líðan sé dýrmæt? Þá er að skoða möguleika á því að fá meðferð hjá stofnunum, t.d. SÁA, átröskunarteymi LSH eða hjá félagsþjónustu sveitarfélaganna (í Reykjavík þjónustumiðstöð í hverjum borgarhluta). Þá greiða sjúkrasjóðir stéttarfélaganna styrki til meðferðar hjá sálfræðingum og félagsráðgjöfum. Svo er þjónusta geðlækna niðurgreidd af Sjúkratryggingastofnun. Eitthvað af þessu gæti komið þér í viðeigandi meðferð án þess að það sé þér fjárhagslega ofviða.

Með baráttukveðjum
Jón Sigurður Karlsson
sálfræðingur

www.persona.is

 

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.