Fíkn / Spurt og svarađ

Fíknin sterkari en ástin?


Spurning:

hæ ég er 20 ára stelpa, ég er buin að eiga kærasta í 3 ár. áður en við byrjuðum saman hafði hann verið að fikta við fíkniefni og ánetjast hassi. en þegar við byrjuðum saman, hætti hann allri vitleysu fyrir mig því eg er alveg rosalega á móti öllu svona. Nú viðurkennir hann fyrir mér að hann sé búinn að vera að reykja hass allan þann tíma sem við erum búin að vera saman. ég skil vel að það er fíkn, en hann er ekki tilbúinn til að hætta, og hann veit alveg að þetta er ekki gott fyrir hann. en nú eru dópistar oft með brenglaða hugsun og því tel eg að hann viti í raun ekki hvað hann er að gera sjálfum sér. nú vil ég spurja, er hægt að \"láta\" einhvern fara í meðferð gegn vilja þeirra? get ég eitthvað gert? annað en bíða eftir að hann fatti að það sem hann er að gera sé rangt, eða einfaldlega reyki frá sér allt vit og deyji á endanum? takk fyrir


Svar:

Sæl

Skaðsemi hassreykinga er löngu staðfest með vísindalegum aðferðum. Það sem helst gerist hjá ungu fólki er að reykingarnar valda andlegum doða og óvirkni, sem leiðir oft til þess að viðkomandi dettur út úr skóla og tollir illa í vinnu. Hassið er líka eins konar hlið að annarri fíknefnanotkun, t.d. amfetamíni sem sumir nota til þess að hrista af sér doðann.
Er hægt að láta einhvern fara í meðferð gegn vilja þeirra? Nei, eiginlega ekki. Þú getur fræðst meira um þessi mál á www.saa.is . Samt heyrist mér það koma fyrir að menn fari í meðferð eftir að eiginkona eða kærasta setur þeim úrslitakosti. Ef menn fara ekki heils hugar í meðferð þá er tvísýnna um árangur.
"Get ég eitthvað gert? annað en að hann fatti ..." Líklega ekki. Hinn möguleikinn er að sjá að fíknin getur verið  sterkari en ástin og þá er ráð að taka til fótanna. Það getur virst kaldranalegt að svara svona, en það er spurning hvort ást þín dugi til að koma kærastanum á rétta braut.
Með baráttukveðjum
JSK

 

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.