Fíkn / Spurt og svarađ

Kynlífsfíkn


Spurning:

Hæhæ þannig er mál með vexti að ég er 18 ára stelpa í sambandi. Áður en ég byrjaði með kærastanum mínum sem ég hef verið með í næstum 2 ár þá horfði hann svolítið mikið á klám. Ég horfði líka stundum svo það böggaði mig ekkert og eftir að við byrjuðum að tala um svona hluti þá horfðum við stundum saman. Upp á síðkastið hef ég ekki viljað horfa og ekki viljað að hann horfi án þess að banna honum það beint. Finnst það ekki vera minn réttur. Fyrir nokkrum mánuðum sagðist hann vera hættur og ég var þvílíkt sátt af því að ég hafði aldrei beint beðið hann um það. Í gær viðurkenndi hann fyrir mér að hann héldi að hann væri háður klámi. Hann hafði aldrei hætt og hafði logið að mér um það þó ég hafi spurt hann nýlega hvort hann horfði stundum á klám. Spurði ekkert leiðinlega og grunaði ekkert, vildi bara vita það. Ég skoðaði síðu SLAA (sex and love addicts anonymus) og mér finnst sú lýsing alls ekki passa við hann. Ég vil svo mikið hjálpa honum og hann vill líka vinna í þessu. Ég held bara að hann viti sjálfur ekkert hvert hann á að leita svo ég vil athuga hvort ég finn eitthvað. Hvað get ég gert til að hjálpa honum og hvað getur hann gert til að hjálpa sjálfum sér? Takk æðislega Kveðja - XxXxXxXxX


Svar:

Sæl

Kynlífsfíkn getur verið erfitt að meðhöndla án aðstoðar. Ég ráðlegg ykkur eindregið að leita aðstoðar hjá meðferðaraðilum, sálfræðingum eða öðrum sem hafa þekkingu á Kynlífsfíkn og hvernig er hægt að vinna með einstaklingnum eða pörum. 

Kveðja

Gréta Jónsdóttir

 

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.