Fíkn / Spurt og svarađ

Vandamál í sambandinu


Spurning:

Hæ kærastinn minn er buinn ad vera edru i cirka 4 mánudi. Eg er ad pæla i tvi ad hann er frekar pirradur oft og rosa sjalfmidadur, mer finnst hann ekki hlusta mikid a mig, heldur ásakar hann mig og segir mig vera ad skipta mer of mikid af honum sem er liklega rett. Tegar hann drakk,drakk hann mjog illa og kom illa fram vid mig og fjolsk mina, en eg elska hann rosa mikid og hann mig. en mer finnst tetta mjog erfitt allt stundum. Vid erum i miklum skuldum og mer lidur ekki alltaf vel.Tegar hann pirrast og eg reyni ad tala vid hann ta vill hann ekki mikid hlusta svo ef eg segi hvad mer finnst ta kallar hann mig leidinlegum nofnum stundum. Kv Ein i vanda


Svar:

Sæl

 

 

Það virðist vera að kærastinn þinn eigi eftir að greiða úr einhverjum vandamálum og takast á við vanlíðan. Hafi hann farið í meðferð væri gott fyrir hann að sækja AA-fundi og jafnvel leita sér aðstoðar annarsstaðar vegna streitu, þunglyndis og kvíða ef eitthvað af þessu er til staðar.

 

Þú sjálf þarft að setja ákveðin mörk fyrir hvað er framkoma sem þú munt líða. Þó svo að kærastinn þinn sé orðinn edrú þá þýðir það ekki að hann geti komið illa fram við þig bara af því að honum líður illa. Þú getur líka sótt námskeið og fundi fyrir aðstandendur alkóhólista, það gæti gagnast þér mikið.

 

 

Gangi þér vel.

 

 

Eggert S. Birgisson, sálfræðingur

 

eggert@persona.is

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.