Fíkn / Spurt og svarađ

Kannabisfíkn


Spurning:

Halló!

Maðurinn minn er háður cannabis og langar hætta en vill ekki fara í meðferð. Þetta tekur mjög á taugarnar þegar hann er edrú, eins og þið vitið þá fer þetta mjög í skapið á fólki þegar það reynir að hætta. Þannig að ég spyr: er eitthvað annað í stöðunni en meðferð? Get ég hjálpað honum? Ef svo er hvernig?

Með von um svar.


Svar:

Sæl.

 

Þú segir að maðurinn þinn vilji ekki fara í meðferð. Hann getur fengið meðferð án þess að vera lagður inn. Fyrsta skrefið er að fara á Göngudeild áfengis í geðdeildarbyggingu LSH á Hringbraut. Þar getur hann fengið nákvæmar upplýsingar um þau úrræði sem honum bjóðast. Hann getur sótt grúppur á annarri hæð sömu byggingar og þarf ekki að vera innlagður til að fá aðgang.

 

Einnig býðst honum að sækja dagdeildarprógramm (kl. 9-14) á Teigi sem er einnig í sama húsnæði. Þar getur hann fengið sex vikna meðferð sem byggist m.a. á fræðslu og viðtölum við fagfólk. Með því að vera í tengslum við lækni getur hann fengið lyfjameðferð sem minnka áhrif fráhvarfa.

 

Að síðustu er rétt að nefna NA-fundi sem er félagsskapur fólks sem hafa átt við fíkniefnavanda að stríða. Nánari upplýsingar um þá er að finna á síðunni nai.is.

Það er ekki margt sem þú sjálf getur gert nema að styðja hann. Þetta er á hans valdi en ekki þínu.

 

Gangi ykkur vel.

Kveðja,

Sóley

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.