Fíkn / Spurt og svarađ

Er ég lyfja fíkill ?


Spurning:

Ég hef aðeins verið að velta fyrir mér í sambandi við lyfjatöku. Nú tek ég inn hin ýmsu lyf. Var að byrja á nýju þunglyndis/kvíðalyfi og allt í lagi með það . En svo hef ég verið látin taka svefnlyf og fékk róandi töflur til að taka yfir daginn. En málið er að svo er mér sagt að hætta alveg að taka þær. En ég ræð ekki við það. Ég er bara fíkill, verð að taka svefntöflu og róandi alveg sama hversu mikið ég vil og reyni að hætta því. Ef eg næ að minnka þetta þá stend ég sjálfa mig stundum að því að vera farin að gleypa of mikið af verkjalyfjum, bara til að slaka aðeins á. Ég er búin að nefna þetta við lækni en hann segir bara já þú verður að hætta þessu. En ef að ég ræð ekki við að hætta þessu sjálf ? Ég er bara orðin einhver töflufíkill og það er erfiðara en að segja það að hætta því bara. Hvað get ég gert ?


Svar:

Sæl Það er greinilegt að þú ert að kljást við fíkn í lyf. Lyfjafíkn er ein af þessum fíknum sem er mjög erfitt að hætta án góðs stuðnings. Ef þú ert ekki að ná að hætta sjálf eins og þú ert að lýsa þá má það vera að þú þurfir innlögn til að trappa þig niður og hjálpa þér í gegnum fráhvörfin en þau geta oft verið mjög erfið. Eftir það væri gott að leita til fagaðila til að vinna úr þunglyndinu og kvíðanum. Þær stofnanir sem bjóða upp á innlögn eru Vogur, sem er sjúkrastofnun SÁÁ og Teigur sem tilheyrir Landspítalanum. Þú getur hringt á þessar stofnanir og pantað viðtal við ráðgjafa eða lækni til að fá nánara mat. Gangi þér vel Páll Einarsson MSc Psychotherapist persona.is

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.