Međferđ / Spurt og svarađ

Stam međ fylgiröskun


Spurning:

Ég hef stamað frá því ég var sex ára og orðið mjög óörugg útaf því. Einhvern vegin finnst mér eins og öllum sé einhvern vegin illa við mig þó að ég er bara með þeim í einum tíma í skólanum og aldrei talað við það einhvern vegin hef ég skorið mig í handlegginn með glerbrotum sem ég finn á gangstéttini og ef einhver spyr hvað það sé þá segi ég að kötturin klóraði mig. Það er strákur sem er með mér í skólanum sem ég er ekki lítið hrifin af en það er svo skrýtið að ég verð alltaf svo svakalega öfundsjúk ef ég sé að einhver er að tala við hann. Kanski vegna þess að ég myndi aldrei þorað þviþ


Svar:

Sæl
Mér sýnist á lýsingu þinni að félagskvíði á alvarlegu stigi (félagsfælni) hafi þróast hjá þér sem afleiðing af staminu. Nú er ljóst að sálfræðimeðferð dugar ekki til að losa þig við stamið, en getur tekið á kvíða og vanlíðan sem tengjast staminu beint og óbeint. Hugmyndir þínar um viðbrögð annarra, að þeim sé illa við þig geta verið ónákvæmar eða beinlínis rangar og mála þig enn meira út í horn. Ef þú ert farin að skaða sjálfa þig, þá er sérfræðiaðstoð nauðsyn. Það getur verið annað hvort sálfræðingur sem fæst við kvíðavandamál eða geðlæknir ef þú telur að lyfjameðferð sé nauðsynleg. Versti kosturinn er að leita ekki aðstoðar.

Með baráttukveðjum

Jón Sigurður Karlsson
sálfræðingur

www.persona.is

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.