Geđsjúkdómar / Spurt og svarađ

Ofskynjanir


Spurning:

Getið þið sagt mér eitthvað um ofsjónir, eru þær eingöngu tengdar geðklofa. eru til mismunandi gerðir af ofsjónum? Ég hef eiginlega mína persónulegu reynslu af þessu og það sem ég finn hérna á netinu er eiginlega allt öðruvísi. Og eg finn afar fáar upplýsingar um þetta.


Svar:

Sæl

Ofsjónir geta tengst fíkniefnum, LSD og einnig í minna mæli cannabisefnum. Sumir nota t.d. cannabis aðeins einu sinni vegna þess að þeir fá óþægilegar tilfinningar og (of)skynjanir. Það geta reyndar verið tengsl milli neyslu kannabisefna og geðklofa. Það hefur komið fram í stórum rannsóknum að þeir sem nota cannabisefni mikið eru í meiri hættu á að fá geðklofa. Sérfræðingar telja að þeir sem eru með "geðklofagenið" auki líkurnar á því að fá geðklofa um 60-80% ef þeir nota cannabisefni oft.

Ýmiss konar sjúkdómsástand getur líka leitt af sér ofskynjanir, t.d. hár hiti og óráð.

Vona að þetta skýri þína persónulegu reynslu.

Með kveðjum

Jón Sigurður Karlsson
sálfræðingur

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.