Sambönd / Spurt og svarađ

Kćrleikurinn er umburđarlyndur


Spurning:

Ég er nýkominn úr sambandi sem er orðið 2 ára gamalt. ekki er mikið as segja um annað en eftirá að maður er daprari og verri eftir það en oft á timum áður. Konan sem maður var með var eða er með eitthvað sem ég get ekki skilgreint. Spurninginn min er einföld. er ég að verða vitlaus eða hef ég einfaldlega rétt fyrir mér. Nokkrar aðstæður og uppákomur sem varð til þess að ég held þetta. Þegar við byrjum saman er ástin blómstrandi. allt gott og fint en mikið að henni liður illa. niðri. Ég var bara rólegur og studdi hana enda ekkert óeðlilegt við það að liða illa stundum. Svo kom i ljós að riflildinn byrjuðu þegar eitthvað smá var að. þvotturinn ekki brotinn saman eins og hún vildi. ekki á réttum stað. ef maður var i hreinum og finum fötum að vaska upp þá átti að hætta saman. hún lifir i rútinu sem ekkert fær haggað. vinna. þrifa. aðstoða barnið svo sofa. það fannst aldrei timi til að fara i bíó þvi þrifinn urðu að vera gerð lika. versla inn og plana innkaupinn. vakna þurfti snemma annars var maður latur og fékk fyrir ferðinna. mikið var um að nýta kulda gegn manni ef maður ýtti á hana. svosem að snúa sér i burtu og fara og hunsa mann. sofna og hunsa mann og bara öskra ef maður vildi fá að vita hvað væri að. Þegar að hún fór i vont skap endaði það oft með að hætta með manni og segja við mann að maður er ruglaður. vitlaus og vissi ekkert. oftast var eitthvað sagt til að særa sem mest og farið. hringt svo eftir nokkra daga og beðist afsökunar á atferli sinu og sögðum orðum. stundum eða oftast hefur hún fundið eitthvað i mér til að afsaka reiðisköstin sin svo sem að maður sé óþrifinn. hugsar ekkert um neitt og algjer vesalingsstaða. en rauninn er vist önnur. aldrei skitugt hjá manni. gert er við hlutinna um leið og minnst er á þá eða við fyrsta tækifæri. Ferðir og annað sem skiptir máli. Súmarbustaðaferð 1 endaði með uppsögn og mikils reiði. svo virtist sem kjötið sem keypt var gleymdist heima. ég fór að ná i það i búð i næsta bæ 40 min i burtu i búðinni. bilinn bræddi úr sér á leiðinni og maður var fastur i 7 tima i eyðilandi. þegar komið var heim loksins og ekkert var hægt að gera þá var bara allt brjálað vegna þess að ekki var keypt kjötið og sambandið slitið á staðnum. sama var uppá teningnum seinna skiptið varðandi ferðalag saman. og samband slitið aftur vegna smáhluta. barnið hennar virðist vera i hættu vegna þessa eða það tel ég. Við lærdóm heima var dóttir hennar að læra starðfræði og var ekki að skilja hlutinna. móðirinn fékk þá kast og fór að öskra á barnið. kom til min og sagðist ekki þola hvað dóttirinn væri heimsk. Rifist var um það og það hætti i bili. svo er vandamálið i hnotskurn. sagt er um morguninn eftir riflildi við systur sina að hún skilji ekki hugsanagang minn þvi ekki voru allir vatnsdropar teknir eftir uppvask. hætt var i sambandinu og manni hent út. 2 dögum seinna er ástinni lýst yfir og að hún vilji reyna allt til að laga það. Sálfræðing. ráðgjöf og allt. 2 dögum seinna er komið til manns um kvöldið i leiðu skapi sem endar með endanlegu sambandsliti. ætlast var til að maður átti að hringja og tala við hana. henni langaði að gera eitthvað með manni. en ekki var hægt að tala um það þvi þá fór hún að tala um deyjandi móður sinna i útlöndum og að ég ætti að skilja að henni liði illa utaf þvi. ég er mjög meðvitaður um mina eigin veikleika. styrki og allt sem snýst um mig. ég veit hvað ég þoli og þoli ekki. Manneskjan er búinn að beita andlegu ofbeldi. hún er öfundsjuk og reynir að gera mig afbrýðissamann með gjörðum og tali. segjast ætla ekki að koma heim um nóttinna og neitar að gefa upp hvar hún er. fer um miðjar nætur heim i vondu skapi þvi manni langar að gera meira en að sofa. ansar manni ekki þegar talað er við hana vegna hennar vanliðan. fær köst stundum sem hún ræður ekki við og lætur allt flakka á mann. hættir i sambandi fram og tilbaka eins og um kabarett dans væri að ræða. hefur svo á móti lýst yfir þakklæti að ég sé svo þolinmóður við sig. að ég sé til staðar. að ég er hennar. hún hefur sagt sig helst vilja að ég væri föður barns sitt en ekki sinn eiginn. svo kemur yfirleitt degi seinna. klukkutima seinna eða eitthvað bara svifkast niðurávið þar sem ég er sökudólgur alls hins illa. að ég geri allt vitlaust. hugsi ekki. er sama um allt að þvi að ég brosi og tek ekki öllu eins alvarlega og hún. ég trúi þvi ekki að ég sé klikkaður. ég veit hún hagar sér ekki eðlilega og er búinn að fá nóg af þvi að afsaka hana sjálfur og finna ástæður af hverju hún bregst við eins og hún gerir. hvað er þetta ? ég veit hún er með áráttu og lágt sjálfsmat. en er eðlilegt að hún neiti fyrir vandamálinn og komi þeim á mig ? að allt sem ég geri er rót vandans. sér i lagi þegar vitað er að fyrrum sambönd 2 af 3 sem hún hefur átt var það sama uppá teningnum.


Svar:

Sæll

Eins og þú lýsir reynslu þinni þá eru takmörk fyrir því hversu umburðarlyndur þú getur verið ef þér finnst þú ekki fá mikið í staðinn.

Ef þetta er samband sem er búið, þá er vonandi ástæða til að líta svo á að þú hafir lagt þig mikið fram. Dagleg rútina í föstum skorðum getur stundum farið út í þráhyggju og áráttu sem gengur lengra varst þú ert tilbúinn að laga þig að. Það sama gildir um sveiflur milli ástar og haturs, ef þær verða of öfgakenndar. 

Vona að þú getir litið á þetta samband sem erfiða reynslu sem þú hefur lært af. Reynslan getur hjálpað þér til að velja og að læra að taka tillit til annarra. Hvort tveggja þarf að vera gagnkvæmt, en það er mikilvægt að vita hvað þú ert tilbúinn að ganga langt í að laga þig að þörfum annarra. Ástin er umburðarlynd og  þarf að vera gagnkvæm. Það er líka mikilvægt að þekkja sín takmörk.

Með baráttukveðjum
Jón Sigurður Karlsson
sálfræðingur

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.