Sambönd / Spurt og svarađ

Of mikil undirgefni?


Spurning:

Ég er 25 ára kvk og búin að vera í sambandi í 4 ár. Allt gerðist mjög hratt hjá okkur og fyrr en varir var hann fluttur inn til mín. Við vorum mjög ástfanginn í fyrstu en síðan hafa komið brestir í sambandið. Við erum þó að ég held enn ástfanginn en á mjög flólkin og erfiðan hátt. Við erum með framtíðarplön, jafnvel um giftingar og barneignir á næsta leyti, og þegar allt gengur á besta veg þá sé ég það allt í mjög björtu ljósi. Hins vegar þá finnst mér ég hafa einangrast í sambandinu frá vinum og fjölskyldu. Fyrir það fyrsta þá hatar hann bestu vinkonu mína, í öðru lagi þá er ég í mjög erfiðu námi og hann í vinnu nánast allar helgar. Ég veit að ég get verið mjög meðvirk, en eftir að við byrjuðum saman finnst mér ég reyna gjarnan að loka tilfinningar mínar af, þegar mér líður illa. Því alltaf þegar eitthvað bjátar á hjá mér þá lætur hann mig fá samviskubit yfir því að ég hafi gert eitthvað rangt. Ef ég fer eitthvað án hans, t.d. á kaffihús sem ég geri nánast aldrei þá lætur hann mig fá samviskubit yfir að hafa eytt dýrmætum tíma í skemmtanir. Hann lætur mig t.d. gera mér fullkomlega grein fyrir því að ég megi ekki tala við hann ef mér gangi illa í prófum eða heimavinnu eftir þessa kaffihúsaferð. Hann vill aldrei að ég fari út með vinum mínum og hvetur mig aldrei til að gera neitt með öðrum en sér, en ég er hins vegar alltaf að hvetja hann til að gera eitthvað skemmtilegt með sýnum félögum til að honum líði betur. Hann gagrýnir mig mjög mikið og stundum lætur hann mér líða mjög illa, það hefur þó ekki áhrif á hann þó ég fari að hágráta heldur gerir það hann bara reiðari. Hann er rosalega öfgafullur og þegar við rífumst verður hann mjög reiður, stundum verð ég hrædd eða sé að rifrildið á sér enga lausn og reyni að forðast það. Ég hef gjarnan reynt að fara í annað herbergi, fara út úr húsinu eða skella á. Hins vegar þá reitir það hann bara meira til reiði og oft kastar hann hlutum í áttina til mín, en hvert rifrildi hefur orðið öfgafullra og öfgafullra. Fyrst byrjaði hann að grípa í handbrennsuna hjá mér á meðan ég var við strýrið að keyra, síðan byrjaði hann að brjóta hluti og núna í sumar slóg hann mig og reif í hárið á mér eða tók í mig. Ég er að verða hræddari og hræddari við hann en er að reyna að vera ekki eins meðvirk og ég get verið og reynt að vera hörð á mínu. Um daginn fór ég í stutta ferð með vinkonu minni, þegar ég sá að okkur seinkaði hringdi ég í hann og sagði að því miður næði ég ekki að sækja hann í vinnuna og spurði hvort hann gæti fengið eitthvern vin sinn eða vinnufélaga til að skutla sér heim. Hann reiddist rosalega að ég hefði ekki skipulagt tíma minn betur þó ég hefði lent í aðstæðum sem gerðu mér ekki kleift að sækja hann á réttum tíma. Þegar ég kom heim um kvöldið þá sat hann á tröppunum fyrir utan húsið og sagðist ekki hafa verið með lykla og því verið læstur úti og klukkan hefði verið alltof margt til að hann hefði getað hitt vini sína. Hann lét mig að sjálfsögðu fá rosalega mikið samviskubit og ég vorkenndi honum ægilega mikið. Ég komst að því seinna að hann hafði fengið far með vini sínum og vinnufélaga og verið með lyklana að húsinu allan tíman og beðið eftir mér í góðlæti heima, en þegar hann vissi að það væri stutt í heimkomu mína þá hefði hann sest út á tröppur. Nú erum við í fjarbúð tímabundið sökum vinnuaðstæðna en samt sem áður heldur þetta áfram en ég hafði vonast til þess að rifrildin skánuðu. Í raun finnst mér hann vera að stjórna lífi mínu, hann lætur mig fá samviskubit og skammar mig eins og lítinn krakka, en núna síðast lokaði hann öllum aðgöngum mínum að fjarskiptanetum líkt og msn. Ég fæ stöðugt samviskubit yfir öllu sem ég geri, hvort sem það er ef ég leyfi mér að líta upp frá bókunum og fara á kaffihús eða ef ég laumast til að kaupa mér naglalakk. Fjármálin hafa alltaf verið þannig að ég hef borgað reikningana en hann hefur séð um afganginn. Núna borga ég inn á heimilið hjá honum þrátt fyrir að við séum í fjarbúð. Ég veit að ég er orðin að gólfmottu sem þrýfur, sér um heimilið og bíður eftir því að hann komi heim en ég veit ekki hvernig ég á að snúa því við. Ég hef ekki haft góða reynslu af öðrum samböndum og ég elska hann. Núna síðast lét hann mig hætta á pillunni og við erum að huga barneignir en ég veit ég gæti aldrei leyft honum að koma svona fram við barnið mitt og geri mér grein fyrir því að ég verð að gera eitthvað. Við erum rosalega ólík en þrátt fyrir það elska ég hann og hann getur verið alveg yndislegur í alla staði að öðru leiti. Ég veit að hann myndi bregðast illa við sambandsslitum og það myndi enda með því að hann kveikti í fötunum mínum og skildi mig eftir alslausa. Mér þykir líka vænt um fjölskyldur okkar beggja og ég held að ást mín sé sönn. Ég hef beðið hann um að fara til ráðgjafa með mér en hann segir að ég eigi við vandamál að stríða en ekki við eða hann. Ég veit ekki hvernig ég á að snúa mér í þessu og er orðin hálf ráðalaus og máttvana. Ég elska hann, og ef hann myndi biðja mín í dag myndi ég vilja segja já en ég vil þrátt fyrir það ekki lifa stjórnuðu og kúguðu lífi.


Svar:

Sæl

Eins og þú lýsir þessu sambandi er erfitt að sjá skynsamlega ástæðu fyrir því að þú elskir hann.
Hins vegar fara ástin og skynsemin ekki alltaf saman. Mér finnst líklegt að sérfræðingar Kvennaathvarfsins og Stígamóta hafi ekki aðrar ráðleggingar í þessu tilfelli en að benda þér á að taka til fótanna.

Eins og þú segir: "Ég veit að ég er orðin að gólfmottu sem þrýfur, sér um heimilið og bíður eftir því að hann komi heim en ég veit ekki hvernig ég á að snúa því við. Ég hef ekki haft góða reynslu af öðrum samböndum og ég elska hann." Er hugsanlegt að svona mikil undirgefni, að vera eins og "gólfmotta", leiði til meira virðingarleysis og minni ástar? Það hefur verið reynsla margra, bæði karla og kvenna, að of mikil "gólfmottuhegðun" leiðir frekar af sér óhamingju en hamingju.

Ég vona að þú fyrirgefir stutt svar við stóru máli.

Með baráttukveðjum
Jón Sigurður Karlsson
sálfræðingur

 

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.